Loðnuvertíðinni lokið.
12.3.2011 | 16:24
Jæja gott fólk þá er þessari loðnuvertíð að ljúka, tókum síðasta kastið rétt út af Dritvík eftir hádegið í dag. Nú er bara eftir að klára að fylla á frystilestina en í hana eru komin rúm 400 T. Ættum að vera búnir að fylla hana á mánudaginn. Þar sem lítill sem enginn kolmunnakvóti var gefinn út þetta árið þá lítur út fyrir að skipið verði bundið við bryggju þar til veiðar hefjast í norsk-íslenska síldarstofninum.
Annars eru karlarnir um borð bara nokkuð brattir. United karlarnir farnir að ná upp fyrri rembingsstuðli fyrir leikinn sem verður í dag gegn Arsenal. Voru frekar framlágir eftir að hafa tapað tveimur síðustu leikjum í deildinni gegn hinu ágæta Chelsea liði og neðri deildar liðinu Liverpool. Vona bara þeirra vegna að Arsenal fari ekki illa með þá í dag því þá má búast við að þörf verði á að fá áfallateymi um borð svo menn nái nú að klára vertíðina með bros á vör.
Gullkorn dagsins er:"Vinsemd er eina sementið, sem mun halda heiminum saman."
Múffi kveður að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Endalausar brælur á loðnumiðunum.
4.3.2011 | 20:47
Sælt veri fólkið, af okkur er allt þokkalegt að frétta nema hvað það gengur hálfilla að athafna sig við veiðarnar þessa dagana vegna stöðugrar ótíðar.
Byrjuðum túrinn á því að rífa nótina og urðum þess vegna að sigla inn í Helguvík og setja hana í land þar. Fengum að láni nót sem er að vísu töluvert minni en sú er rifnaði. Sumir segja reyndar að það sé bara betra því þá eru skammtarnir passlegri.
Erum komnir með rúm 250 T í frystinn hjá okkur og svo erum við með eitthvað af hrognaloðnu sem væntanlega fer í kreistingu í Helguvík í nótt eða á morgun. Fengum í 2-lesarnar í einu kasti seinnipartinn í dag og ættum þá að hafa eitthvað fyrir vinnsluna næsta sólahringinn.
Flestir karlarnir hérna um borð hafa það bara þokkalegt þessa dagana nema þá kannski helst Man. United stuðningsmennirnir. Þeir eru alveg miður sín eftir leik sem lið þeirra lék síðastliðið þriðjudagskvöld á móti hinu ágæta liði Chelsea þar sem leikar fóru á þann veg að þeirra lið tapaði 2-1. Sérstaklega er United-maður nr. 1 hér um borð með ýmsar samsæriskenningar varðandi dómgæsluna í leiknum. Hann er búinn að komast að því að amma dómarans sem dæmdi leikinn hafi átt víngott við föðurbróðir sir Alex Fergusonar í heimstyrjöldinni síðari og átt með honum barn sem föðurbróðirinn vildi ekkert kannast við og að dómgæslan hafi verið einskonar hefnd vegna vangoldinna meðlagsgreiðslna. Ekki er nú öll vitleysan eins. Svona geta nú samsæriskenningarnar orðið þegar menn ferðast mikið um veraldarvefinn.
Gullkorn dagsins er að þessu sinni: "Það eru tvennskonar menn, sem þú skyldir aldrei eiga nein peningaviðskipti við; það eru vinir þínir og óvinir þínir."
Múffi kveður að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Langt komnir með 4 loðnutúr
26.2.2011 | 23:05
Sæl gott fólk, veiðar og vinnsla hefur gengið ágætlega frá því við komum á miðin s.l. þriðjudag, veiðisvæðið verið suður og suð-vestur af Dritvík á Snæfellsnesi, 10 sm og nær. Lönduðum í Helguvík í hrognatöku s.l.fimmtudagskvöld og köstuðum svo 2x í gærmorgun og uppskárum 700 tonn, Gauji er ekkert að taka neina smáslatta, hefur verið mjög sannfærandi við veiðarnar það sem af er loðnuvertíðar. Færðum okkur suður að Garðskaga síðdegis í gær og höfum verið þar í skjóli fyrir SW 10 - 20 m/sec og vonumst til að landa i hrognatöku á morgun í Helguvík, þegar frystilestin er orðin full, síðan er áætlað að landa frosnu á mánudag í Rvk, held þetta sleppi að sinni,
Kv / Seán
Sá sem reynir að lítilsvirða aðra, verður aldrei mikill sjálfur. jafnvel ekki með sjálfum sér!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Komnir í Faxaflóann
17.2.2011 | 22:16
Sæl öll og smá afsökun v / hversu stopult er skrifað hér, er ekki flest fréttnæmt á fésbók eða öðru því um líku? og nútímalegra en svona fréttaflutnings-máti??? Við lukum síðustu veiðiferð með löndun á Nes þann 14 febrúar, veiðum lauk við Vestmannaeyjar og svo var skíta-brælu ferðalag austur, 27 tíma um það bil og ekki hægt að halda uppi vinnslu síðustu 8 tímana en vinnsluliðið gerði vel og rúmlega það að halda út þar til. En brælan sú er búin og að mestu gleymd. Hófum veiðar stutt vestur af Garðskaga að kvöldi þess 15,2 og höfum færst norður og inn á Faxaflóa 10 - 15 sm NA af Garðskaga í gær og dag, og verið ágæt veiði fengum milli 400 og 500 tonna kast í dag og erum að flokka og frysta kvenloðnu sem væntanlega selst á góðu verði til japsanna,!! erum með tvo slíka um borð til að messa yfir réttu loðnunum og vonandi þurfa þeir að borga sanngjarnt verð fyrir kinaukandi munaðar-vöru!!!. Lítið frekar til að tíunda að þessu sinni. Líkast til bræðslulöndun fyrir helgi eða í byrjun hennar í Helguvík.!!!???
Kv / Seán
Gallinn er sá í heimi hér, að fíflin eru handviss, en gáfaðir menn fullir efa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bræla eftir hádegi í dag
8.2.2011 | 21:44
Sæl enn og aftur gott fólk!!?. Við lönduðum á Neskaupstað í gær eða réttara skrifað löndunarkarlarnir lönduðu!!. 700 t + af frosnu og um 200 t í bræðslu. Komum svo á miðin milli kl,7 og 8 í morgun og tókum eitt kast sem gaf 40 tonn svo var lítið að sjá og ekkert frekar aðhafst við veiðar síðan var vaxandi vindur og bræla síðdegis og verður að öllum líkindum til morguns. Annars allt bærilegt og allgott, nema verulega meiri líkur á hnökrum í vinnslunni þegar svona skakstur er og stamp. gott en snubbótt að sinni!!
Kv / Seán
Margur um hug sér mæla kann!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loðnunót um borð þann 1 febrúar
4.2.2011 | 21:36
Sælt veri fólkið, afsakið gloppurnar í færslum hér, en löndunin í´Reykjavík þann 30 jan gekk eins og til stóð, og fórum við þaðan fyrir miðnætti, norðanmenn fóru lengri leiðina suður þræddu Dalvík - Ólafsfjörð - Sigló -Sauðárkrók og svo á beinu brautina til Rvk, Öxnadalsheiði lokaðist og úr varð þessi krókur. Við tókum svo loðnunótina á Eskifirði á þriðjudagsmorgni og náðum einu kasti síðdegis þann dag stutt undan Hornafirði, þar með rann vinnslan af stað og hefur gengið að mestu óslitið síðan, loðnan ágæt, og veðrið all-þokkalegt kaldaskítur eina nótt og talsverð kvika daginn eftir en varð ekki til trafala að ráði, erum búnir að frysta nálægt 400 tonnum og höfum hráefni í góðan sólarhring um borð eftir daginn, köstuðum 3x ekkert stórt en viðunandi, vorum rétt utan við Hrollaugseyjar í dag ásamt fleiri skipum í ágætu veðri, sólin kom upp um 9,45, og skein glatt um tíma, en frekar kuldalegt er samt að sjá til fjalla og skriðjökla sem gnæfa yfir Hrollaugseyjar,og ströndina bæði austar og vestar. Nenni ekki að skrifa um enskan heimskan fótbolta,, fótboltasjúklingarnir hjá Rúv gera það!!, en Akureyri handboltafélag stóð sig vel í gærkvöldi þótt ekki væri valtað yfir neinn, góð 2 stig. Sæl að sinni lesendur
Kv / Seán
Þeir eru til sem sýta ekki mistök sín en verða sármóðgaðir ef þeir sæta gagnrýni fyrir þau . Menn ættu að harma mistök sín og þakka fyrir að vera bent á þau. En læra að skammast sín ella!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinnslu lokið um hádegi í dag.
29.1.2011 | 21:46
Sæl enn á ný gott fólk! engar fréttir undanfarna daga flokkast sem góðar!! Við höfum haldið okkur stutt undan Helguvík, Keflavík og Njarðvík frá síðasta mánudagsmorgni, hægviðri þar til í gærmorgun en strekkingur og allhvass síðan en farið vel um okkur og rólegt nema í vinnslunni, þar hefur vinnan gengið á fullu, duglegir karlarnir þar að vanda. Í gærkvöldi var þorramatur á borðum og tóku flestir vel á þeim krásum sem þar buðust, þó voru einhverjir sem enn hafa ekki lært að meta slíkan mat sem góðan og hollan! hvað þá bragðgóðan!! en þeir geta vonandi enn tileinkað sér vitræna siði og bætt sig í þeim efnum?! Heilfrystum rúm 500 tonn og svo er stórt hundrað af flökum. Löndun er áætluð á morgun, sunnudag, og svo er ætlunin að skoða loðnu út af austur og suðaustur-landi fljótt úr helginni. Læt gott heita að sinni,
Kv / Seán Þótt undirvagn og annað slíkt Þreyta mig karlanna sjálfhverfu sagnir
sé öðru vísi í laginu, og sjóndeildarhringurinn þröngur.
við konur ýmsu klúðrum líkt Eru ekki fallegri innbyggðar lagnir
og karlarnir í faginu. en utanáliggjandi slöngur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Löndun s.l. föstudag í Reykjavík
25.1.2011 | 22:33
Sæl öll gott fólk, ansi stopular fréttir á þessari síðu undanfarið, ég ætla nú ekki að lofa bót og betrun, en Múffu og Marri eru líklega báðir fluttir á fésbókina eða aðra nútímalegri síðu, en þeir eru í fríi núna, svo þeir eru löglega afsakaðir að sinni. Við hófum veiðiferðina að kvöldi 22 jan, s.l. og brunuðum norður fyrir Snæfellsnes og inn á Grundarfjörð í birtingu næsta morgun en fundum enga síld, sama staða var fyrripart laugardags, en margir háhyrningar voru þarna á sveimi báða dagana og eru miklar líkur á að þeir fæli síldina svo hún forðar sér upp að fjöruborði eða inn á milli eyja og skerja sem nóg er af hér. Síðdegis á laugardag renndum við inn á Kolgrafarfjörð og þar var talsvert eða líklega mikið af síld, þar köstuðum við og fengum 700 tonn + og erum að heilfrysta aflann síðan, góð síld vel yfir 200 gramma meðalvigt og sýking sést varla þarna var einnig fjöldi háhyrninga og voru mjög áhugasamir við nótina hjá okkur. Færðum okkur svo suður undir Vatnsleysuströnd og höfum verið þar í blíðu í gær og dag. Læt þetta dug um sinn.
kv / Seán
Þessi tengist spádómum fréttasnápa um kynjahlutföll í ríkisstjórn Íslands.
Meðan skuldir marga hrjá annar karl kvað; Ef kvenna ríki kemur hér
möndlar stjórn við bitlinga klúður margt á dynur.
og fréttasnápar frómir spá Er þá betra undir sér
í fjölda nýrra tittlinga. að eiga nokkuð vinur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ansi eru stopular síldarfréttir
19.1.2011 | 23:05
Fréttir af ykkur eru orðnar álíka sjaldsjéðar og hjá ríkisútvarpi og ríkissjónvarpi
Kv/ Seán
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Síldveiðar á nýju ári.
6.1.2011 | 12:10
Jæja gott fólk gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu. Við byrjuðum árið á að fara á síldveiðar vestur í Breiðafjörð. Fengum í einu kasti um 700 m3 þann 3. Jan. Erum búnir að vera að heilfrysta síðan þá. Verðum að sæta lagi á milli bræla að kasta nótinni. Erum komnir með um 300 t í frystinn hjá okkur. Reiknum með að landa í borg óttans næstkomandi mánudag ef allt gengur upp hjá okkur.
Væntanlega verður farinn annar túr í Breiðafjörðinn á síld og eftir það verður vonandi komin bullandi loðnuveiði. Vonandi verður þá snarfarinn í sjávarútvegsráðuneytinu búinn að auka við loðnukvótann.
Karlarnir um borð bara nokkuð brattir þrátt fyrir rysjótta tíð. United karlarnir frekar roggnir þessa dagana og böggast sem betur fer meira í Liverpool körlunum heldur en Chelsea körlunum.
Gullkorn dagsins verður:"Mánudagurinn er oft slæmur, því hann kemur svo snögglega eftir sunnudaginn."
Múffi kveður að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)