Loðnuvertíðinni lokið.

Jæja gott fólk þá er þessari loðnuvertíð að ljúka, tókum síðasta kastið rétt út af Dritvík eftir hádegið í dag.  Nú er bara eftir að klára að fylla á frystilestina en í hana eru komin rúm 400 T. Ættum að vera búnir að fylla hana á mánudaginn.  Þar sem lítill sem enginn kolmunnakvóti var gefinn út þetta árið þá lítur út fyrir að skipið verði bundið við bryggju þar til veiðar hefjast í  norsk-íslenska síldarstofninum. 

Annars eru karlarnir um borð bara nokkuð brattir. United karlarnir farnir að ná upp fyrri rembingsstuðli fyrir leikinn sem verður í dag gegn Arsenal. Voru frekar framlágir eftir að hafa tapað tveimur síðustu leikjum í deildinni gegn hinu ágæta Chelsea liði og neðri deildar liðinu Liverpool. Vona bara þeirra vegna að Arsenal fari ekki illa með þá í dag því þá má búast við að þörf verði á að fá áfallateymi um borð svo menn nái nú að klára vertíðina með bros á vör.

Gullkorn dagsins er:"Vinsemd er eina sementið, sem mun halda heiminum saman."

Múffi kveður að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband