Makríllinn búinn - komnir í síldina.

Jæja gott fólk  það eru  bara góðar fréttir af okkur hér um borð.

Búnir að veiða þennan litla makrílkvóta  sem okkur var úthlutað þetta árið. Erum núna að kroppa í síldina og er hún  að mestu heilfryst til að nýta kvótann sem best. Erum komnir með um 500 t í frystinn hjá okkur og sennilega verður landað í Neskaupstað á fimmtudaginn.

Ráðgert er að halda hið árlega Oddgeirsmót í golfi í næsta löndunarstoppi á golfvellinum á Norðfirði. Mót þetta er haldið til minningar um Oddgeir Jóhannsson heitin fyrrum skipstjóra hér um borð.

Hér um borð hefur verið ákveðin tilraun í gangi með vaktafyrirkomulag síðan um miðjan júní. Skipt var af hefðbundnum 6 og 6 vöktum yfir á 8 og 8 vaktir. Ákveðið var á stormasömum fundi að prófa þetta fyrirkomulag í tvo mánuði og kjósa svo um hvorar vaktirnar yrðu staðnar. Kosningunni lauk svo í gær og urðu úrslitin þau að 8 og 8 fyrirkomulagið varð ofan á.  37 gild atkvæði 31 með 8-8 og 6 með 6-6. Vonum við  að vaktadeilunni sé nú lokið hér um borð og menn gangi sáttir frá borði og  enginn stökkvi af vagninum vegna þessa.

Gullkorn dagsins er eftirfarandi:"Að ganga í hjónaband þýðir að helminga réttindi sín og tvöfalda skyldurnar."

Múffi kveður að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband