Lönduðum s.l. miðvikudag 13 júlí

Sæl aftur! þetta fer frekar hægt af stað með fréttir héðan, annars eru þær allar á fésbókinni, trúi ég?!  Við höfum haldið okkur Austur og  Aust-Suð-Austur frá Neskaupstað, svæðin kallast Rauðatorg,  Litladýpi og jafnvel Rósagarður  stutt frá miðlínu við Færeyjar um tíma. Höfum fengið 100 og  góð 100 tonn í hali yfirleitt með þó smá undantekningum, talsvert meiri makríl en  síld  í flestum tilfellum. Búið að frysta um 460 tonn svo menn vonast eftir að löndun geti orðið í síðasta lagi n.k. föstudag, ef fram heldur sem horfir. Veðrið hefur verið ágætt þoka og súld nokkra daga og alskýjað flesta hina, sólin varla sést, en vindur mest 12 -14 m/sek , helst af norðri,  ágætis hringur í dag og nánast logn..  Fótboltabullurnar eru að vakna úr dvala sumarsins og búnir að finna réttu rásirnar á nýrri sjónvarpskúlu sem við fengum í síðustu inniveru, sumir voru orðir langeygir eftir stöðugu sjónvarpssambandi síðustu túra svo flest verður til reiðu þegar enska bulluvertíðin hefst.                   læt þetta duga  að sinni 

                                                                        Kv/ Seán

Lögin eru svipuð og köngulóarvefur: stóru flugurnar rífa hann, en smáflugurnar festa sig í honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband