Síld og makrílveiði hófst í annari viku júní.

Sælir allir sem hafa komið hér við en aðeins orðið vitni að lokum loðnuvertíðar. Farið var frá Reykjavík að kvöldi 6 júní s.l.. og veiðar hófust 3 eða 4 dögum síðar, höfum þegar landað 3 frystiförmum og hófum þessa veiðiferð s.l. þriðjudagskvöld, erum ca Austur af Gerpi  milli                9° og 10° Wl, veiðin hefur gengið ágætlega, meirihluti aflans síld en 10 - 20 % makríll.  Veðrið hefur verið ágætt ekki sést til sólar það sem af er  en þungbúið og úrkomuvottur af og til og hægviðri.  Ekki til að kvarta yfir en þó gengur alla jafna betur að ná síld og makríl upp við yfirborð þegar slétt er og sól, en hefur samt gengið vel þessa daga enda brúarkarlarnir úthvíldir eftir frí frá miðjum mars, svo búnaðurinn leikur í höndum þeirra og haus sem aldrei fyrr, ætlaði að skrifa alltaf fyrr!!!  Vinnslan gengur ágætlega og svo höfum við eftirlitsmann frá fiskistofu sem messar yfir öllu reglulega, svona er nú sagan í dag,  vonandi verður skemmra í næstu klausu hér en 4 mánuðir.  

   Að gera 20 menn ástfangna af sér  er ekkert!! en að halda einum ástföngnum í 20 ár, það er list******

                                                          Kv / Seán 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband