Færsluflokkur: Bloggar
545 tonnum landað 4 okt 2010
5.10.2010 | 22:26
Sæl enn á ný!! Aflabrögðin gengu með ágætum í síðustu veiðiferð, sem varð þó lítið eitt endaslepp, en markmiðið að vera á svipuðu róli og Vilhelm sem var búin að fá í sínar frystilestar, fórum svo út í gærkvöldi og tókum eitt hol s.l. nótt ( Vilhelms troll ) og fór að ég held megnið að aflanum til þeirra, við fengum þó 35 tonn ca síðan hefur ekki troll verið sett út okkur tengt og er hráefnið upp urið, og verið að leita. Kaldi og undiralda, en fer vel á öllu. S.l. nót vorum við ca 40 sjómílur ASA ( Aust- Suð- Austur) frá Norðfjarðarhorni , Reyðarfjarðardýpi eða þar um bil, en veiðin hefur víst helst verið á nóttunni hér síðustu sólarhringa svo enn, getur hlaupði á snærið hjá okkur, á þessu svæði.
Kv / Seán
Vei þeim mann,i sem krefst hreinskilni í ástarmálum, Er það eitthvað líkt með pólitíkina????? Þar telst ekki svara vert!! þótt menn standi hvorki við orð né athafnir!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tæpum 700 tonnum landað 27sept.
1.10.2010 | 18:21
Sælt veri fólkið, þá eru Múffi og Marri farnir til sinna heitt-elskuðu kvenna og barna svo líklegt er að minna verði fjallað um slakan árangur léttvægra poolara á knattspyrnuvöllum. En hætti Múffi ekki að blogga þegar þeir bláu töpuðu í bikarkeppni nýlega??? það fór frekar lítið fyrir því á þessari síðu. Við hófum þessa veiðiferð austur af Langanesi sunnantil og fengum fyrstu 40 tonnin úr trollinu hjá Vilhelm Þorsteinss, síðan dældum við úr okkar trolli 140 tonnum til okkar og 200 tonn áætluð yfir í VÞ, en þeir þurfa upp undir 300 tonn á sólarhring þar eð þeir flaka og roðdraga flökin við heilfrystum hverja síld, það hefur semsagt fiskast ágætlega og fengum við 140 tonn í gærkvöldi og vinnslan gengur vel, Vorum í morgun á 65°50" Nb og 10°33" W-lengdar, fyrir þá sem vilja staðsetja okkur á korti. Veðrið hefur leikið við okkur sem oft áður SA kaldi- stinningskaldi og milt. gott að sinni.
Kv /Seán
Besta starf hvers manns er það sem hann er fullviss um að hafa leys tvel af hendi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Múffi bakar.
21.9.2010 | 20:48
Vélstjórar hafa ekki setið auðum höndum í aflaleysinu að undanförnu. Múffi hefur verið að föndra við súkkulaðikökubakstur í fína Westfaliaofninum sínum.
Honum hefur tekist undanfarna viku að galdra fram svona fína köku á minna en sólarhring, geri aðrir betur!
Hann segir að gott hráefni sé nauðsynlegt, þ.e. þessi fína svartolía frá Tóta oliufursta á Norðfirði. Enda biðjum við kærlega að heilsa honum! Að auki setur Múffi í kökuna mikla hlýju og kærleik.
Af myndinni að dæma virðist hann vera ánægður með afraksturinn.
Kalli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þar kom að
21.9.2010 | 10:41
Jæja, það kom loksins fiskur um borð hjá okkur núna í morgun. Biðin eftir þessum viðburði er búin að vera ansi löng en eins og segir einhversstaðar þá birtir upp um síðir:) Eftir leiðangur okkar um norðurhöf var stefnan sett á heimamið og erum við núna hér norð austur af landinu fagra. Hófum samstarf með Vilhelm EA í gær með að toga sameiginlega eitt troll. Það skilaði þeim árangri að við dældum í okkur uþb. 100 tonnum og dældum við svo restinni í Villan ca. 70 tonnum. Ekki alveg ónýtt það. Þá er loksins hægt að fara að telja þennan túr niður að því gefnu að það aflist eh. á hverjum degi. Og með því kveðjum við héðan af sjónum í bili, hafið það sem best. Marri.
Spakmælið:Það er ekki satt að konan geri karlmanninn að fífli. Hún gefur honum bara tækifæri á að þroska sitt náttúrulega eðli.
Og annað í tilefni dagsins: Fyrirgefningin er óvinur reiðinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ó veður
16.9.2010 | 06:36
Bestu kveðjur af sjónum, Marri.
Spakmælið: Það sem vinir verða varir við löngu á undan okkur, er það að við eldumst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fregnir
9.9.2010 | 06:45
Eitthvað hafa áttirnar skolast til hjá mér í síðasta bloggi, þar sem ég skrifa "austur á heimamið" á að sjálfsögðu að standa " vestur á heimamið", því það er alveg ljóst að ekki tókum við hnattsiglingu á tæpri viku. Annars er það helst að gangafréttir herma að búið er að panta löndun á sunnudag. Sú fréttaveita hefur oftar en ekki rétt fyrir sér svo við skulum bara bíða og sjá. Að vísu er kallin stundum grunaður um að koma af stað sögum (fréttum) sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, það er þá meira til gamans gert. Fengum 130t af hreinni síld nú í morgun þannig að sunnudagslöndun styrkist með hverjum deginum sem vinnsla helst uppi.
Bestu kveðjur til allra, Marri
Spakmælið: Allt er fyndið, svo lengi sem það gerist hjá öðrum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mjór er...........
6.9.2010 | 06:10
Sælt veri fólkið! Þá fer nú að nálgast vikuna síðan við fórum frá Neskaupstað eftir síðustu löndun. Fórum heljarinnar leiðangur norður í Jan Mayen lögsöguna og þar austurum, svo suður smuguna og loks austur á heimamið. Tilgangur ferðarinnar var sá helstur að hvíla mannskapinn eftir gengdarlausa makrílvinnslu í allt sumar:). Nei, að öllu gamni slepptu þá var verið að leita af síld en ekki fannst neitt í veiðanlegu formi. Sigrum væntanlega fyrsta lagið í frystinum í dag. Ég veit að ég má skila kveðjum frá okkur öllum til eigin-og ástkvenna, megi þið hafa það sem best. Og með því segir Marri, yfir og út.
Es.
Vini sína einskis mat
upp á fjall hann strekkti
meingallaðra mannrassgat
maður varla þekkti.
Höf. ók
Spakmæli: Þegar við sjáum galla í fari annarra skulum við reyna að bæta okkur sjálf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Byrjaðir að flaka á ný
26.8.2010 | 11:55
Sælt veri fólkið.
Þessi túr fór nú frekar rólega af stað þar sem aflabrögð voru ekki alveg eins og best er á kosið en nú er veiðin aðeins farin að glæðast. Erum hættir að heilfrysta síldina og byrjaðir að flaka. Komnir með tæp 260 T í frystinn hjá okkur.
"Poolararnir" um borð hjá okkur eru búnir að vera frekar langt niðri síðustu daga eftir að þeirra annars ágæta knattspyrnulið var niðurlægt í viðureigninni við Man. City síðastliðið mánudagskvöld. En þeir eru mjög lánsamir eiga mjög skilningsríka skipsfélaga sem gæta fyllstu nærgætni í umgengni við þá.
Gullkornið að þessu sinni skal vera: "Aðgát skal höfð í nærveru sálar."
Múffi kveður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síld - Síld - Síld
23.8.2010 | 10:17
Sælt veri fólkið. Við lönduðum í Neskaupsstað síðastliðinn laugardag um 650 t af heilfrystri síld og hausskornum makríl. Fórum aftur út þá um kvöldið og köstuðum í gærmorgun. Eftir stutt tog var híft og reyndist vera frekar rýr aflinn sem kom úr því toginu. Færðum okkur svo um set á annað veiðisvæði um 160 sm NA af langanesi. Erum nýbúnir að kasta hér á svæði þar sem þeir voru víst að fáann um daginn, eins og þeir segja í brúnni.
Allt gott að frétta af körlunum um borð, fengum steik í gær í tilefni þess að "Boris" átti afmæli. Bloggsíðan óskar honum til hamingju með daginn. Reyndar féll nokkur skuggi á gleði dagsins hjá honum vegna úrslitana í leik Man. United og Fullham. Átæðulaust samt að láta þetta hafa áhrif á sig því United náði þó einu stigi, það er þá ekki eftir. Það geta bara ekki öll lið skorað sex mörk í hverjum leik!
Annars er kvíðastigið fyrir leik Man. City og Liverpool ,sem leikinn verður í kvöld, farið að aukast og er það helst vegna þess að leikurinn hefst á sama tíma og fréttatíminn er á RUV. Fréttaþyrstir hafa nú reynt að sýna töluverða sanngirni og yfirleitt fá fótboltabullurnar að horfa á síðari hálfleikinn. Samt hafa sumir orðið frekar súrir yfir því að missa af fyrri hálfleik og ekkasogin hafa því truflað áhorfið á fréttatímann.
Gullkorn dagsins verður: "Margir menn ganga mest í augun tilsýndar."
Múffi kveður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Túrinn kláraður í síld
18.8.2010 | 21:01
Jæja gott fólk. Erum núna komnir á síldarmið úti við lögsögumörk austur af Langanesi. Vorum búnir að vera að veiða makríl síðustu þrjá daga en erum nú næstum búnir að klára þann kvóta þannig að nú fær síldin að kenna á því.
Það er nú eiginlega algjör synd og skömm að þeir sem í fyrra mokuðu upp makrílnum og lönduðu honum í bræðslu og hugðu aðeins að magninu sem að landi kom, skulu nú eiga eftir mest af úthlutuðum kvóta. Það borgaði sig greinilega að ganga um þessa nýju auðlind á skítugum skónum og moka þessu öllu í bræðslu.
Þeir sem í fyrra reyndu að gera sem mest verðmæti úr makrílnum með því að vinna hann til manneldis og lönduðu þar af leiðandi minna magni en meira verðmæti. Þeim var refsað fyrir það og var úthlutað eftir lönduðu magni en ekki eftir því hve mikið verðmæti þeir komu með að landi. Svona eru nú ákvarðanirnar teknar í sjávarútvegsráðuneytinu - eða voru þær ekki teknar þar?
Annars allt gott að frétta af mannskapnum erum komnir með rúm 400 t í frystinn hjá okkur og er áætlað að það verði landað í Neskaupsstað næstkomandi laugardag.
Gullkorn dagsins verður að þessu sinni: "Piparsveinn er maður sem lítur hjónabandið alvarlegum augum."
Múffi kveður að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)