Færsluflokkur: Bloggar

Ágætlega af stað farið og sexy sjómenn

Jæja þá erum við komnir á Breiðafjörðinn aftur eftir slæma útreið í fyrstu atrennu um miðjan nóvember.  En eftir viðgerðir í Hafnarfirði sl fjórar vikur komum við hingað á fimmtudaginn var og settum í 700 tonn í einu kasti.  Liggjum á meltunni og eru komin rúm 200 tonn í frystinn núna þegar þetta er ritað.

Og þá að þessu með sexið, okkur var bent á þessa líku fínu grein í Pressunni, þar sem við sjómenn erum mærðir í bak og fyrir. Við viljum leifa ykkur lesendum bloggsins að njóta með okkur og læt ég slóðina á þessa grein fylgja. http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Sigrunu_Einars/sexy_sjomenn

Með þessu kveður Marri með jólakveðjum af sjónum.

Spakmælið: það sem sumt fólk veit ekki um akstur, fyllir þó nokkuð pláss á spítölunum.


Loksins aftur í Breiðafjörðinn.

Jæja gott fólk, loksins koma smá fréttir af okkur. Erum núna í þessum rituðum orðum að klára frystilöndun í Neskaupstað og er þá veiðum okkar norður af Noregi lokið þetta árið. Fyrirliggjandi er að sigla héðan í kvöld áleiðis til Keflavíkur þar sem taka á nót um borð og halda svo á síldveiðar inni á Breiðafirði.

Mannskapurinn bara nokkuð góður og létt yfir flestum, meira að segja "Poolurunum" þrátt fyrir áföll dagsins. Eru sennilega bara orðnir vanir því að halda með neðri deildar liðum þar sem allt getur skeð.

Gullkorn dagsins verður að þessu sinni:" Margir sækjast eftir heilu brauði, þótt þeir hafi nóg af molunum."

Múffi kveður í bilisins aftur


Loksins, loksins

Jæja gott fólk af okkur er bara allt gott að frétta héðan úr myrkrinu. Rífandi gangur er í vinnslunni, erum komnir með um 350 t í frystinn hjá okkur af bæði heilfrystri síld og flakaðri. Með sama góða ganginum ætti að vera líklegt að löndun verði í Neskaupstað undir eða um næstu helgi.

Boltabullurnar um borð eru misánægðar eftir leiki helgarinnar. Brytinn okkar var frekar niðurlútur eftir að Arsenal tapaði fyrir Newcastle í dag en jafnaði sig fljótt á því og steikti handa okkur hamborgara í kvöldmatinn og ís í desert. Litlu Liverpool-hjörtun slógu hratt í dag þegar þeirra menn unnu verðskuldaðan sigur á Englandsmeisturum Chelsea í bítlaborginni. Poolararnir mættu grimmir til leiks og gáfu ekkert eftir í baráttunni um að komast upp fyrir miðja deild. Bloggritari óskar Liverpool-mönnum til hamingju með verðskuldaðan sigur, þó sérstaklega Liverpool aðdáenda nr. 1 um borð í Hákon. 

Gullkorn dagsins í dag verður að þessu sinni: " Það er leyfilegt að elska tvo hunda, fimm börn og tíu fiska, en ef maður elskar tvær konur þá verður allt vitlaust".

 Nóg í bili Múffi kveður.


Síldveiðar norður af Lofoten.

Jæja gott fólk, þá er komið að annarri veiðiferð okkar hérna í norsku lögsögunni. Lönduðum í Neskaupstað þann 1. nóvember og fórum þaðan snemma að morgni 2. nóvember.  Vorum komnir á miðin ,200 sm norðvestur af Lofoten, snemma í gærmorgun. Köstuðum og hífðum eftir stutt tog og varð árangurinn ca  130 tonn af síld sem menn nú keppast við að heilfrysta eins og enginn sé morgundagurinn.

Karlarnir um borð hafa það bara nokkuð gott, annar stýrimaður  kominn í jólaskapið og múnderinguna, náði því miður ekki mynd af honum en vonandi næst hún síðar. Þórður kokkur kom ferskur inn eftir mánaðarfrí og var með ákveðið súpuþema fyrstu tvo dagana. Drengirnir á dekkinu búnir að góna úr sér glyrnurnar yfir "Spartacus" þáttaseríum þar sem manndráp, kynlíf og svik koma við sögu. 

Gullkorn dagsins í dag verður að þessu sinni:  "Það er enginn til sem veit allt, en það eru margir sem vita allt miklu betur."

 Múffi kveður að sinni.


72°33mín Nb. 16° 38mín A-lengd.

Sælt veri fólkið, þá er veiðum að öllum líkindum lokið í þessari veiðiferð, vorum að dæla ríflega  100 tonnum og búið að frysta 610 tonn. Erum lagðir af stað suður í útskriftar-punkt norsku gæslunnar, en sá er hátt í 300 sm sunnar en við erum núna og talsvert úr leið. Þó ef til vill ekki alslæmt, gætum sloppið betur við brælulægðina sem er á leiðinni og veldur , eftir spánni hvassviðri austan og norðanlands um helgina, fáum vonandi lens út úr lægðinni, ef lánið leikur við okkur eins og það gerir  að öllu jöfnu!!  Annars höfum við verið í blíðuveðri síðustu daga eftir strekking og skakstur á útstíminu og veiðarnar gengi með ágætum, hikstaði þó aðeins í gærkvöldi  þá léku torfurnar skipperinn svolítið grátt og afraksturinn varð minni en til stóð svo skrapaði stýr-mann þessu saman í nótt og telst viðunandi til að ljúka túrnum

                                             Kv / Seán

smá skot á landsfeðurna;                  Óvitrum dómurum illa vinnst,

                                                      auka þeir hrjáðra vanda,

                                                      að leika þá harðast sem hafa minnst,

                                                      og höllustum fæti standa. 


Komnir í Norska lögsögu.

Sæl enn á ný, Löndunin gekk eins og til var ætlast og lagt upp í næstu veiðiferð í byrjun 21 okt, Útstímið varð allmiklu lengra en undanfarna túra og tók vel á þriðja sólarhring  með norðan 15 -20 m/sek á BB kinnunginn lengst af, en  náðum á norsk síldarmið  seint um kvöld þann 23 okt;71°44mín Nb og 15° 30 mín Austur -lengd, finnið svo staðinn á kortinu ykkar.  Fyrsta hol drógum við í fyrrinótt og uppskárum 280 tonn  af svolítið blandaðri síld, mest innan við 300 gr/stk, svo nú flökum við eða flöpsum hráefnið og hefur það gengið ágætlega, s.l. nótt drógum við innan við klukkutíma  og fengum 200 tonn, svo að byrjunin lofar góðu og ekki ástæða til að halda annað en framhaldið verði viðunandi, veðurspáin allgóð fyrir næstu daga. Dagsbirtan endist stutt hér, nánast myrkur kl.16,00, en sæmilega bjart um kl,7,00     Semsagt góður gangur á öllu, vonum að Hermann Gunnar verði full-vinnufær  fljótt.

                                                        Kv / Seán

Gæti átt við sumar athafnir stjórnmála-gemlinga;

Á aumingjunum fantabrögðin bitna

bera dæmin vitni allstaðar,

en púkarnir á fjósbitanum fitna

finnast margir lögspekingar þar.


Löndun áætluð á morgun 20 okt ,

Sæl gott fólk, veiðarnar gengu virkilega skafið þennan túrinn, allt Gauja galvaska  að þakka,  tókum alls 4 hol og það stærsta kom síðast og erum við enn að frysta úr því, lönduðum í gær 80 -90 tonnum  og stefnt að ljúka við að frysta  hráefnið sem er um borð. Norðan næðingur á okkur á landleiðinni, verulega svalara en undanfarnar vikur, Vorum um tíma  í Færeysku lögsögunni en enduðum í smugunni norðan Færeysku línunnar en þó voru skip að veiðum Færeyja megin líka, Komum hingað inn á Norðfjarðarflóa í gærmorgun og sjólagið með besta móti hér í skjólinu  nokkur hundruð metra frá bænum.     Ekki gengur brasið hjá poolurunum betur miðað við síðasta leik, og voru bullurnar hér um borð ekki kátir með sína menn og vönduðu þeim ekki kveðjurnar á köflum, var þó að sjá að þeim veitti ekki af uppörvun greyunum, en þeir þ.e. bullurnar, ku ætla að snúa sér brátt að öðru sem tengist vísunni hér á eftir, læt þetta gott heita að sinni.

                                                        Kv / Seán         Eftirfarandi er nú allmiklu áhugaverðara og gáfulegra en að glápa á boltagemlingana.  Svo poolarabullum er ekki alls varnað!!!****

Ekki er ég í huga hryggur,

Holdið vermir sólin skær.

Í næsta garði nakin liggur

nautnaleg og þrýstin mær. 


Frá Nes upp úr miðnætti þann 13 okt

Sælt veri fólkið!!´Vinnsla hófst strax eftir brottför ´frá Neskaupstað, vorum með nokkur tonn í kælingu sem átti eftir að frysta, Útstímið tók ca 12 tíma og vorum þá komnir austur undir miðlínu milli Færeyja og Íslands, nokkurn vegin Austur frá  Neskaupstað,,  þar lét Skipperinn Gauji trollið renna og togaði stutt en fiskaði vel, enda ferskur og galvaskur úr fríinu, þótt Símrad tæki séu ekki hátt skrifuð hjá honum þessa dagana, höfuðlínusónarinn að hrella !! samt tók Valdi viðgerðamaður það til altaris meðan við lönduðum, en afraksturinn ekki sjáanlegur á skjánum í brúnni, bara snilli Gauja að það fiskast með svona pjátur-tæki á trolllinu. Við fengum í fyrsta holi 140 tonn og tókum svo annað hol í gær sem gaf 160 tonn, og erum að vinna aflann úr því núna. Frosin í lest eru um 260 tonn svo ekki þarf að kvarta yfir ganginum í veiðum og vinnslu, eða veðrinu sem er líkt og vorblíða, lítið um sól en bjart af og til en suddi í bland en ósköp vægt.     Ósköp eiga þeir bágt hjá RUV, fréttir af hringli með fallhópinn Liverpool eru fleiri og lengri síðustu daga ,en af öllum íþróttaviðburðum sem fréttnæmir þóttu!! hvað skyldi þetta klúbb-ræksni gefa af sér til Íslenska  þjóðarbúsins  sem réttlætir þennan stanslausa fréttaflutning??????? Það telur ef til vill í hlustendakönnun!!!??

                                                  Kv / Seán

Það er mikils virði  fyrir heilbrigði sálarinnar að geta glaðst yfir litlu.          allavega poolara


Löndun á morgun, þann; 12 okt

Sæl en gang til! veiðin gekk með ágætum frá því við slepptum Vilhelm og varð vaxandi eftir því sem á túrinn leið, og komum við inn á Reyðarfjörð í gærmorgun  og stemmt að ljúka vinnslu með morgninum, áætlað að hefja löndun í fyrramálið, væntanlega með um það bil fulla frystilest.  Logn og sól var hér í gær  síðan svarta þoka s.l. nótt og drungalegt sem stendur. Lítið fleira af merkis viðburðum, fótbolta drengirnir stóðu sig vel í Skotlandi í kvöld, heldur annað en fullorna liðið sem alltaf er hampað en standa sjaldnast undir væntingum, kanski þarf að borga þeim betur, það er greinilega ekki nóg að þessir fótbolta sjúklingar hjá ríkisútvarpi  og sjónvarpi gapi um ágæti a landsliðsins , þeir ættu að sjá sóma sinn í að sinna öðrum íþróttum þótt þeir hafi ekki persónulega brennandi áhuga á þeim, jafnvel íslandsmót sem þeir eru látnir vita af, en bullurnar láta ekki sjá sig, voru vísast að sinna áhugamálinu  fótbolta!!!!!

                                                       Kv / Seán

Það er hollara að heyra beiskan sannleik en sæta lygi.. 


Hlé á trolltogi með Vilhelm Þorsteinss

Sæl gott fólk fengum 100 tonn út úr samtogi með Vilhelm í fyrrinótt og þá var ákveðið að reina sjálfstætt tog og drógum við í gærdag ca 6 tíma sem gaf varla upp á( fatlaðan hund) síðan tókum við næturhol sem gaf varla( rasgat í bala) teygjanlegur mælikvarði!!!, bilaði að vísu vírastýri á BB togspili í birtingu og ef til vill hefur það dregið úr aflanum sem taldist 20 tonn úr þessum tveimur holum. Þá tók skipperinn til sinna ráða og kastaði og hífði svo 80 tonn ca í kvöld, þannig að vinnslan heldur sínu striki enn um sinn. Veðrið er milt og gott SA og S kaldi en talsverð kvika, stundum kallað undiralda þegar hún er af annarri átt en vindurinn, þá gæti sú  kallast vindbára sem kemur úr sömu átt og vindurinn  í það og það skiptið. Svo þegar undiraldan er veruleg  eða þung og hvass vindur þvert á undirölduna,  með tilheyrandi vindbáru verður oft það sem kallað er ruglandi, nóg um þetta,  og annað í kvöld. Staðan í frystilestinni næst!!!!

                                                            Kv / Seán

Vonin er að vísu létt í maga, en afar styrkjandi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband