Færsluflokkur: Bloggar
Síld - Makríll
15.8.2010 | 10:30
Sælt veri fólkið.
Af okkur er það helst að frétta að við lönduðum í Neskaupsstað síðastliðinn fimmtudag og héldum svo í kjölfarið til síldveiða þá um kvöldið. Botninn virðist nú vera dottinn úr síldveiðunum og erum við nýbúnir að kasta á makrílmiðum. Vorum komnir með u.þ.b. 160 t af heilfrystri síld í frystinn hjá okkur.
Af körlunum er bara allt gott að frétta. FH-ingurinn um borð er náttúrulega í sjöunda himni yfir úrslitum bikarleiksins í gær. Hann var að fylgjast með lýsingunni á netinu á meðan á leiknum stóð en honum fannst upplýsingarnar eitthvað skila sér hægt með þeim miðlinum þannig að haft var samband við hinn skelegga íþróttafréttamann, Valtýr Björn, og hringdi sá maður þá strax um borð um leið og mörkin voru skoruð. Góð þjónusta það. Annars er mikil spenna um borð fyrir leik Liverpool og Arsenal í dag og eru menn strax farnir að spá í úrslitin. En eftir leiki gærdagsins þá tyllti besta knattspyrnulið Englands sér strax á toppinn með glæsilegum leik gegn nýliðum WBA.
Gullkorn dagsins verður:"Vertu aldrei sá þriðji þegar tveir deila."
Múffi kveður að sinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veiðum lokið í þessum túr
10.8.2010 | 21:35
Sæl enn á ný* Það má segja að gamla máltækið, "mjór er mikils vísir" hafi átt við í þessari veiðiferð, veiðin byrjaði rólega en jókst þegar á leið og hol í fyrrinótt gaf 180 tonn og svo lokaholið 70 tonn um það bil, nú á eftir að frysta í það pláss sem enn er í frystilestinni og svo er löndun áætluð n.k. fimmtudag, þann 12 ág. Þreifingar voru um að fá félagsskap við að draga svokallað partroll en til framkvæmda kom ekki, ef til vill kemur að því í næstu túrum, að öðru ótöldu hefur veiðiferðin gengið ágætlega og veðrið LOGN svo gott sem alla daga. Fer í sumarfrí*****
Kv / Seán
Fyrir þá sem fara heim í frí, og hina líka .
Kysstu mig einn, og kysstu mig tvo
kysstu mig þrjá og fjóra;
kysstu mig fimm, og kysstu mig svo
kossana langa og stóra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heilfrysting í gangi.
8.8.2010 | 16:39
Sæl á ný öll! Hér gengur allt sinn vana gang, vinnslan hefur gengið stöðugt undanfarna daga, einu sinni smá hlé til hreinsunar, erum að heilfrysta síld og þess vegna er verulega minni hráefnisþörf og veiðin hefur sloppið til og vel það á köflum, höfum fengið 50 - 60 tonn 2x á sólarhring og svo betra inn á milli, t.d. um hádegið í dag hífðum við um 100 tonn og köstum líkast til ekki fyrr en komandi nótt, fáein % af makríl hafa slæðst með í sumum holunum en lang stærstur hluti aflans er síld. Búið er að frysta ca 330 tonn svo um miðnætti ætti að vera hálf frystilestin. Veðrið fer ljúflega með okkur líkt og undanfarnar vikur, samt má segja að gola blási í dag, ekki alveg logn. Smá af afleysinga kokknum hann toppaði eitt í s.l. viku þegar hann var með spaghetti /hakk, i í hádeginu og skrúfur og ostabrauð um kvöldið, vantaði bara lagsanja/hakk í næsta hádegi, óttalegt RAGÚÚ-- að mínu mati!! en það á efalaust ekki við um alla!! Held þetta sé gott í dag.
Kv/ Seán
Það sem þú hefur misst þýðir ekkert, en það sem þú átt þýðir allt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsta veiðiferð ágústmánaðar hafin
4.8.2010 | 21:58
Sæl enn og aftur, lönduðum í gær tæpum 500 tonnum í bræðslu og 660 ca af frosnu. Skiptum um annað trollið og að ég best veit hlera líka, renndum svo út í Seyðisfjarðardýpi og hífðum eftir daginn 80 tonn,mest síld, erum svo á norður-róli núna í von um að rekast á bitastæðar torfur, eða í það minnsta þokkalega dreif, glampandi sól í kvöld en þoka var lengst af í dag og golukaldi, en indælis sumarkvöld núna, enda komnir norðar þar sem allajafna er betra veður***** Fengum kokk sem ekki hefur verið á þessu ári , en var nokkra túra í fyrrasumar, svo búast má við að einhverjar breyttarr áherslur verði í matreiðslunni einhvern daginn, en ekki er líklegt að nokkur maður slakni undir belti þær vikur sem Snæbjörn eldabuskast hér. Þá er mál að linni!!
Kv / Seán
Ljúf kom hún inn og laus við hroka,
leggja kvaðst öll sín verk í dóm,
Samfylking gaf mér sætt í poka,
Sárþjáð er tönn í efri góm.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Höfum ekki komið á Eskifjörð,leengggiiii !!!!!!
1.8.2010 | 22:15
Sæl öll, hress og kát með helgina, hvar sem þið nutuð veðurbliðu og dægradvalar. Við helltum okkur áfram í makrílinn eftir seinni ferðina til Eskifjarðar og aflabrögðin hafa verið ágæt þar til í dag að tregaðist verulega um þann eftirsótta fisk, fengum í kvöld, 18,00 40 tonn eftir 11 tíma tog, færðum okkur til og vorum að kasta núna fyrir 1/2 tíma síðan og vonumst við til að fá nóg til að fylla frystilestina, þar vantar ca 3000 kassa, síðan er ætlunin að landa þann 3 ágúst. Veðrið hefur ekki gert okkur erfit fyrir síðustu daga, logn hvern dag og er enn, full heitt á völdum stöðum í skipinu en frískandi í frystilestinni að vanda.
Kv / Seán
Fljótlegasta leiðin til að koma miklu í verk. er að gera aðeins eitt í einu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Morgunstund á Eskifirði, 2 daga í röð!!!!!
29.7.2010 | 16:05
Sælir vinir og venslafólk, við erum á útleið frá Eskifirði núna, sóttum þangað troll sem við settum í land þar í gær einnig skiptum við um hlera svo nú fer að verða fátt um undanbrögð fyrir síldina geri ég ráð fyrir og einnig fækkar ástæðum sem gluggahrossin hafa fyrir því að fiska ekki á við önnur skip á sama svæði, en aflabrögðin hafa gengið ansi hægt síðustu daga hjá okkur, ekki endalaust mok hjá öllum hinum en alloft betri árangur en við höfum verið að sýna, en meðan hægt er að kenna árinni um og frýja ræðarann, þá má svosem búa við ástandið, en Maradonna fauk fyrir litlar sakir!!!enda alvöru leikur þar á ferð!!?? Veðurblíðan hefur leikið við okkur síðustu daga en mjög þokusælt og er enn, en blanka logn og ládauður sjór. Síldin var svo brellin við okkur að við færðum okkur á makrílslóð í gær og líkast til höldum við því áfram í kvöld er við komum á veiðislóð, fengum 150 tonn í morgun áður en við renndum á Eskifjörð og 70 tonn í gærkvöldi, í báðum holum 70 - 80 % makríll, frystilestin er væntanlega ekki 1/2, en margt smátt gerir eitt stórt á endanum og svo löndum við vonandi snemma í næstu viku??***
Kv / Seán
Lífið er eins og lækjarspræna,
löngum það færir mat á disk,
Vantar enn Odd og Vinstri græna,
von lifir því um smér og fisk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sólarlaus veiðiferð 12 til 21 júlí,
25.7.2010 | 21:41
Sæl enn á ný, afsakið hve langt er liðið, við lukum síðustu veiðiferð þann 22 júlí s.l. veiðin gekk allvel en svarta þoka var nokkra daga og alskýjað hina dagana svo ekki skapaðist hætta að menn yrðu sólbrúnir þótt úti væru tvo seinniparta þegar trollið var flækt og gáfust menn loks upp á að greiða úr flækjunum og slógu undir öðru trolli, flækjufræðingar frá Eskifirði leystu svo vandan þegar í land var komið, vorum með 600 tonn rúm frosin og 500 t ca, í bræðlsu. Héldum svo út á ný og höfum verið að skrapa 20 til 80 tonn í hali hingað til, búið að hífa 4 eða 5 sinnum, og nú erum við að leita og útlitið frekar dauft, erum nálægt 66° 40 mín N-breidd og 13° W-lengd, höfum verið á þessu róli síðustu daga, svo skuluð þið fara í kortið og finna staðin um það bil, og þeir sem ekki kunna það þegar!? drífa í að læra listina á kortaborðinu, það er ekki flókið!!!
Kv / Seán
Framsóknar kom hér flokkur krankur
flæktist um húsið, ekki gaf
verðmæti nein og virtist blankur,
veifandi grænum betlistaf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kastað í Norðfjarðardýpi síðdegis
16.7.2010 | 21:46
Heil og sæl gott fólk, síðasta hol gaf okkur 140 tonn í gærkvöldi, makríll, og stærðin lítt eftirsóknarverð, færðum okkur svo s.l. nótt og í dag norðvestar og köstuðum í Norðfjarðardýpi, og erum enn að draga, einhverjir bátar voru hér þegar við komum og frekar síld sem þeir hafa fengið. Einstaka skip verða að snúa sér frá makrílnum vegna þess að kvótinn fer þverrandi og viðbúið að einhver makríll slæðist með fram eftir sumri svo við megum ekki klára hann alveg núna. Við erum búnir að frysta hátt í 200 tonn svo enn er verulegt borð á lestina, en þetta kemur með kalda vatninu, var stundum sagt! (ekki bara í gamla daga) Veðrið er frekar hryssingslegt núna, 15 - 20 m/sek NA (norð austan) og rigning af og til, annars allt ágætt af liðinu að frétta.
Kv / Seán
Við að reyna að ná því ómögulega, nær maður öllu mögulegu!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
656 t frosin og 700 + í bræðslu,11-12 júlí.
14.7.2010 | 15:52
Sæl enn á ný, komum á makríl-svæðið í gær,eftir löndun á sunnud og mánud, 20 tonn komu úr fyrsta holi og 70 svo í byrjun síðustu nætur, að endingu dældum við 70 tonnum núna rétt fyrir kaffi, útideildin var að fara inn í kaffi og nýbakað geri ég ráð fyrir, kokkurinn er enn sprækur og fullur af orku. Veðrið í gær og dag er LOGN og ekta norðurlands veður!! eins og flestir vita nú orðið!!?? Síðasti túr endaði í þoku, sem var nokkuð algeng, í þeirri veiðiferð, en það birti yfir sumum þegar í land var komið s.l. laugardagskvöld og náðu sumir í restina á eistnaflugi, hvort nokkuð flug varð á slíkum hlutum!? nema í huganum veit ég ekki, en allir komu þeir aftur og engin þeirra dó!! varanlega. Eitthvað sterkari síldarblanda var í holinu s.l. nótt og núna áðan, en magnið mjög hóflegt.
kv / Seán
Kysstu mig einn, og kysstu mig tvo,
kysstu mig þrjá og fjóra,
kysstu mig fimm,og kysstu mig svo
kossana langa og stóra! rokkhátíðarlok..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lokahol að koma á síðuna,10,30
10.7.2010 | 10:58
Sæl gott fólk, frekar slitrótt innkoma frétta á síðuna, en afsökunin að verkefnastaðan er allgóð síðustu daga og fésbókin leysir fréttaþörf margra, ekki allra! sumir eru sem betur fer vel jarðtengdir enn!!! svo skaðinn er vonandi ekki stór.. Veiðin hefur gengið allvel, frekar lengi og oft togað til að halda vinnslunni gangandi, en gengið nokkurn vegin upp, góðar líkur á að frystilestin fyllist í kvöld og löndun á mánudag í síðasta lagi, hvort því fæst flýtt, veit ég ekki. Höfum verið í svarta þoku dag og dag og alskýað þar á milli, en sólin hefur ekki skinið á okkur, ja varla í þessum túr!! en eitthvað hefur verið svalt og votviðrasamt á landinu okkar síðustu daga, en sumarið heldur áfram núna, þótt sumir tali um að sumarið hljóti nú að bresta virkilega á þegar hættir að rigna!!!, en er ekki sumarblíðan kærkomnari ef regn og kalsaveður hefur verið dagana á undan, það er ekkert varið í langvarandi óskablíðu! hún verður leiðigjörn líka. Erum í þoku núna en indælis veður engu að síður!!!
Kv /Seán.
Fjórir í barka, fimm í skut,
fagurt er á þeim roðið,
þá eru komnir þrír í hlut
og það er nóg í soðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)