Loksins, loksins

Jæja gott fólk af okkur er bara allt gott að frétta héðan úr myrkrinu. Rífandi gangur er í vinnslunni, erum komnir með um 350 t í frystinn hjá okkur af bæði heilfrystri síld og flakaðri. Með sama góða ganginum ætti að vera líklegt að löndun verði í Neskaupstað undir eða um næstu helgi.

Boltabullurnar um borð eru misánægðar eftir leiki helgarinnar. Brytinn okkar var frekar niðurlútur eftir að Arsenal tapaði fyrir Newcastle í dag en jafnaði sig fljótt á því og steikti handa okkur hamborgara í kvöldmatinn og ís í desert. Litlu Liverpool-hjörtun slógu hratt í dag þegar þeirra menn unnu verðskuldaðan sigur á Englandsmeisturum Chelsea í bítlaborginni. Poolararnir mættu grimmir til leiks og gáfu ekkert eftir í baráttunni um að komast upp fyrir miðja deild. Bloggritari óskar Liverpool-mönnum til hamingju með verðskuldaðan sigur, þó sérstaklega Liverpool aðdáenda nr. 1 um borð í Hákon. 

Gullkorn dagsins í dag verður að þessu sinni: " Það er leyfilegt að elska tvo hunda, fimm börn og tíu fiska, en ef maður elskar tvær konur þá verður allt vitlaust".

 Nóg í bili Múffi kveður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband