Norðurhjarafréttir.
3.11.2009 | 15:11

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veiðum lokið í þessum túr!!
26.10.2009 | 18:22
Sæl öll, hélt í raun að mjög fáir læsu þessar færslur, fréttaflutningur er svo margbreytilegur í dag!! En hún Ella er greinilega stöðug á vaktinni, jafnvel nokkrir fleiri!! Við fengum frekar stóran skammt í gær, góð 300 tonn, og svo dældum við um borð 200 + í dag og Vilhelmsmenn fengu 100 - 200 tonn sem við dældum til þeirra. Veðrið leikur við okkur í dag sem og síðustu daga, vonandi endist blíðan til Íslands!! Erum á leið í útskriftar-punkt við 200 mílna mörkin þeirra norsara , einhverjir tugir mílna úr leið en ekki alslæmt, stoppum vonandi stutt þar. Rjúpna veiðiflokkurinn okkar, sá opinberi, er ekki alkátur með að hafa misst af eftirsóttasta veiðisvæði sínu á komandi veiðitímabili, og ekki jókst gleði þeirra þegar í ljós kom að einn úr hópnum virðist hafa átt leik upp í erminni ef svona færi og er í hópnum sem hreppti hnossið að þessu sinni, að vísu er hann svo vinamargur að eitt feilboð setti ekki rjúpnavertíðina í uppnám hjá honum, en tvennum gangasögum fer af hvernig sá lánsami stóð að happafeng sínum!!!! Ef til vill er mögulegt, að verða sér úti um veiðikort hjá honum nú á landleiðinni þegar vinnslu og þrifum líkur, hann getur þá þakkað þeim fyrir að spenna ekki bogann hærra í þeirra tilboði en raunin varð. Svo STEINLÁ man-untd í gær fyrir sigur-hungruðu Liverpool liði við engan fögnuð utd aðnáenda hér um borð, kokkurinn hafði orð á að sér líkaði svipurinn á Lexa Fergusson í leiks lok, gæti trúað að hann vildi sjá þann svip fljótt aftur!!!??? Jæja við verðum vonandi í höfn aðfaranótt 29 okt, ef gengur sem horfir núna, læt þetta pár nægja að sinni
kv / Seán
Virtu engann haturs sem þú myndir ekki líka telja verðugan ástar. Rjúpnabrella
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sólarlag 14.30, í dag, myrkur 17.00
23.10.2009 | 21:31
Sæl enn á ný!! Veðurblíðan leikur enn við okkur hér norður á móts við nyrsta hluta Noregs, sól og nánast logn í dag, síðan eldrautt sólsetur, mjög fallegt 14.30, Fengum 230 tonn í gær meðan gæslan var um borð í klukkutíma togi, svo var öllu lengur togað í morgun, sem gaf 280 tonn, þannig að veiðiskapurinn tefur okkur ekki mikið frá vinnslunni sem hefur skilað tæpum 300 tonnum í frystilestina. Við erum hér 60 - 80 sm frá norskri strönd, rússar, norsar og íslendingar á sama svæði jafnvel hollendingar.
Kv / Seán
Það er alltaf von um þig á meðan þú tekur eftir glappaskotum þínum !!??. Allir höfum við galla og engin galli er öðrum betri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gesti ber að garði.
22.10.2009 | 23:40
Fengum heimsókn frá norsku kystvaktinni í dag. Höfðu þeir yfir engu að kvarta og stoppuðu því stutt.
Kveðjur frá áhöfninni og Marri segir yfir og út.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Löndun lokið kl,22 00 þann 18,10.
21.10.2009 | 22:26
Sæl enn og aftur, þá er útstímið á enda og gott betur, því við tókum hol í byrjun s.l. nætur og uppskárum 150 tonn, drógum síðan annað hol um miðjan dag og fengum 290 tonn,erum þar með vel settir, með hráefni í bráð og vel það. Erum komnir langleiðina´þangað sem við enduðum síðast, þó ekki alveg!!! Fengum skáhalt lens á útstíminu og skilaði okkur að jafnaði um 13 sm / klst. síðan var bara kaldi í dag og mjög gott vinnsluveður, verður vart betra á þessum árstíma, einhverjum varð svolítið ómótt fyrstu nótt útstímsins, skakstur og menn að koma úr fríi, og ( Egilsbúð ). Hef þetta nægjanlegt að sinni.
Kv / Seán,
Skildan er mikils metin af öllum nema ástinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinnslu lokið í þessari veiðiferð
16.10.2009 | 21:29
Sæl öll enn á ný! Við lukum veiðum um hádegisbil þann 14, og þá var næsta vers að mæta á útskriftarstað til að fá heimfararleyfi hjá norsku gæslunni, vinnsla lá niðri í 10 tíma meðan þrælast var í 15 -20 m/sek og talsverðri kviku til að ná í punktinn, en svo náði kallinn áttum!! seint og síðar meir og hægt var á og vinnsla hófst um miðnætti, gæslan vildi svo ekkert með okkur hafa þegar við vorum mættir á staðinn kl, 6,00 í gærmorgun, og eftir klukkutíma bið gáfu þeir okkur brottfararleyfi, þessi staður var ca 70° úr leið og 100 sm frá veiðisvæðinu. Í gær var svo ferðahraði 5 til 6 sm og um 8 sm undir miðnætti er vinnslu lauk, þá var sett á meiri ferð og höfum við haldið 11 -12 sm í dag og fer vel á öllu. Frystilestin er aðeins slök en ekkert sem talandi er um, þetta er um það bil sólarsagan að þessu sinni. Fáein hundruð tonn eru af afskurði í bræðsluna hjá þeim á Nesk- líka. Vonumst við til að ná til Nesk, aðfaranótt sunnudags.
Kv / Seán
Gróðinn fór í skálkaskjól
skattinn til að flýja,
Finnast fól um byggð og ból
sem börn sín vilja rýja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
71°44 mín Nb og 17°A-lengd
13.10.2009 | 22:22
Sæl enn á ný, það styttist til Múrmansk! að sama skapi lengist til Íslands, færumst sífellt austar. Veiðin gengur mjög vel, fengum í morgun 330 tonn aðeins meira en til stóð, en vel þegið þó!! morgun-hol í gær gaf 250 +, svona hefur þetta gengið í hægviðrinu hér síðustu 4 daga, rúm 400 tonn voru frosin um hádegi í dag og gengur vel síðan. Áætlað að taka síðasta hol þessarar veiðiferðar í fyrramálið, vonum að það gangi eftir, síðan er gert ráð fyrir að bæti í vind þegar líður á morgundaginn, gæti orðið hnjóð á leiðinni til Neskaupstaðar, sem eru um það bil 700 sm, (sjómílur). Tekur tíma í brælu og ferðahraði kanski 6 til 8 sm, verðum vonandi heppnari með veður en það!!!?? Fyrir matmenn sem í landi eru má bæta því við að lambalæri var í matinn í dag, en það verða fleiri slík þegar þið komið um borð, svo er leiðinlegt að Man-utd, Arsnl og Liverpo hafa ekki tapað nýlega, frekar skíttttttt! Gott að sinni
Kv / Seán
Það er oft erfitt að halda í horfinu, en það borgar sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Logn og sól í dag,
10.10.2009 | 21:32
Sæl öll enn á ný, nú erum við komnir á norskt ráða-svæði, rétt norðan 71° Nb og rétt Austa 13° A-lengdar. Tókum 3 tíma hol í gær og uppskárum 100 tonn, og drógum svo næsta hol til miðnættis sem gaf um 300 tonn, stærð síldanna um 300gr ef til vill, 300 aðeins +. og nú er allt flakað og kvótinn fer 2 x hraðar en á heilfrystingunni. Fórum samt framhjá stóru síldinni á útstíminu, aðrir voru heppnari þar. Einhverjir fundu fyrir ógleði á útstíminu en ekki held ég að múkkarnir hafi fengið neitt af því, einsog oft var sagt á minni bátum áður fyrr ef menn urðu sjóveikir og ældu fyrir borð, að þá væru þeir að gefa múkkanum, svolítið saklausara en að æla!!! Svo bauðst okkur afgangur úr trollinu hjá Vilhelm í kvöld og urðu það 230 tonn ca, ættum við því að hafa hráefni til tveggja sólarhringa vinnslu. Held þetta sé nóg að sinni,
Kv / Seán,
Glatt hjarta veitir góða heilsubót, en dapurt geð skrælir beinin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Útstím í norðan kaldaskít,
8.10.2009 | 21:45
Sælir lesendur, ansi eru nú færslurnar gloppóttar héðan! Við lönduðum s.l. þriðjudag og fram á miðvikudagsmorgun, tæpum 1000 tonnum, ríflega 2/3 frosið og svo gúanó. Erum enn á útstími og komnir austur fyrir 0° og líklega norður á 68°Nb og ekki slegið af enn, einhverjir eru farnir í norsku lögsöguna og ekki ólíklegt að við endum þar innan tíðar, ekki talið vænlegt til árangurs að leita að stóru síldinni, 350 gr og stærri, smugu megin við norsku línuna, enda brúarmenn hér ekki miklir fiski eða haffræðingar, gætu þó komist í land þótt GPS tækin biluðu!!!!! ef stutt er til lands!!!!! Annars fer vel um alla, þó var einn bóndasonur, ( kartöflubændasonur ) með ælupest til að byrja með en hann er að sjóast, var víst sjóveiki sem hrjáði kappann og var hann ekki eins málglaður á meðan sem var þó ekki til skaða!!!! Líkur eru á að síldin sem fæst Noregs megin sé smærri og óvíst að hún sé hæf í heilfrystingu og þá gengur tvöfalt hraðar á þær heimildir sem við höfum eftir í síld þetta árið. Hef þetta nóg að sinni.
Kv / Seán
Það er mikils virði fyrir heilbrigði sálarinnar að geta glaðst yfir litlu. Gæti orðið hlutskipti margra ef Bjarni Ben og co halda áfram eð ergja sig á því að ríkisstjórnin springur ekki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Austar en London, en allmiklu norðar.
30.9.2009 | 21:33
Sæl öll sem rennið yfir síðuna, veiðin fór rólega af stað hjá okkur, byrjuðum með 10 tonn svo 120 í morgun og síðan komu 220 + í kvöld, þannig að nú anda þeir léttara í brúnni, síldin er smærri en undanfarna túra, algeng þyngd 340 grömm en átulaus, og áhöld um hvort hún sé hæf til heilfrystingar, vorum þó að heilfrysta í dag hvað sem verður með framhaldið. Brælan er gengin niður og var aðeins golukaldi í dag og minni líkur á hnökrum í vinnslunni. Ef einhvern langar að frétta úr borðsal og eldhúsi þá voru pönnukökur á borðum í dag og kvöldkaffitíma og lambahryggur í kvöldmat svo að ekki ættu menn að slakna af viðurgerningnum sem kokkurinn býður upp á.
Erum komnir Austur á 1° 40 mín Austur-lengd, sem sagt austar en London sem er um 0° og svo erum við nálægt 67° N-br. ágætt að æfa sig í að finna staðin á korti.
Kv / Seán
Oft eru það smælingjarnir sem leggja til efni í blómsveig mikilmennisins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)