Löndun á morgun.

Sælt veri fólkið. Það er búið að vera rífandi gangur í þessu hjá okkur þennan túrinn. Erum komnir með góð 600 t í frystinn og til stendur að landa í Neskaupstað á morgun , föstudag.

Fórum í morgun inn á Eskifjörð og settum trollið í land þar til yfirferðar. Þar fengum við líka heimsókn frá gullfallegri rússneskri eftirlitskonu sem kom um borð og skoðaði hjá okkur vinnsluna. Mikið augnakonfekt þar á ferðinni og voru þetta nokkuð stífar tvær klukkustundir ,fyrir suma, á  meðan hún var um borð.

Mjög miklar líkur eru á því að Oddgeirsmótið í golfi verði haldið í þessari inniveru.

Gullkornið að þessu sinni er: "Hugsanir konunnar eru eins og kvikasilfur, en hjartað eins og vax."

Nóg í bili Múffi kveður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband