Dýfðum í og fengum.
20.8.2011 | 17:35
Sælt veri fólkið.
Lönduðum í Neskaupstað síðastliðin fimmtudag um 700 t af frosinni afurð. Fórum út aftur um kvöldið og dýfðum í um nóttina og fengum - afla um borð upp úr hádeginu daginn eftir. Hífðum svo aftur um miðnættið í gær og fengum þá í 2-lestarnar. Síldin er heilfryst þessa dagana til að drýgja kvótann. Liggjum nú á meltunni og frystum eins enginn sé morgundagurinn.
"Poooolararnir" um borð eru sérlega hamingjusamir í dag eftir sigur þeirra manna á Arsenal. Heyrðust strax raddir um að Liverpool mundi klárlega vera í toppslagnum í vetur. Hver veit?
Hinu árlega Oddgeirsmóti í golfi var víst frestað í síðustu inniveru vegna anna hjá styrktaraðilum. Vonandi verður mótið haldið í næstu inniveru þrátt fyrir annasama daga hjá styrktaraðilum.
Gullkornið er að þessu sinni:"Stórar sálir hafa vilja, veikar sálir eiga sér óskir."
Múffi biður að heilsa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.