Síldveiðar á nýju ári.
6.1.2011 | 12:10
Jæja gott fólk gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu. Við byrjuðum árið á að fara á síldveiðar vestur í Breiðafjörð. Fengum í einu kasti um 700 m3 þann 3. Jan. Erum búnir að vera að heilfrysta síðan þá. Verðum að sæta lagi á milli bræla að kasta nótinni. Erum komnir með um 300 t í frystinn hjá okkur. Reiknum með að landa í borg óttans næstkomandi mánudag ef allt gengur upp hjá okkur.
Væntanlega verður farinn annar túr í Breiðafjörðinn á síld og eftir það verður vonandi komin bullandi loðnuveiði. Vonandi verður þá snarfarinn í sjávarútvegsráðuneytinu búinn að auka við loðnukvótann.
Karlarnir um borð bara nokkuð brattir þrátt fyrir rysjótta tíð. United karlarnir frekar roggnir þessa dagana og böggast sem betur fer meira í Liverpool körlunum heldur en Chelsea körlunum.
Gullkorn dagsins verður:"Mánudagurinn er oft slæmur, því hann kemur svo snögglega eftir sunnudaginn."
Múffi kveður að sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.