Síldveiðar norður af Lofoten.
5.11.2010 | 12:11
Jæja gott fólk, þá er komið að annarri veiðiferð okkar hérna í norsku lögsögunni. Lönduðum í Neskaupstað þann 1. nóvember og fórum þaðan snemma að morgni 2. nóvember. Vorum komnir á miðin ,200 sm norðvestur af Lofoten, snemma í gærmorgun. Köstuðum og hífðum eftir stutt tog og varð árangurinn ca 130 tonn af síld sem menn nú keppast við að heilfrysta eins og enginn sé morgundagurinn.
Karlarnir um borð hafa það bara nokkuð gott, annar stýrimaður kominn í jólaskapið og múnderinguna, náði því miður ekki mynd af honum en vonandi næst hún síðar. Þórður kokkur kom ferskur inn eftir mánaðarfrí og var með ákveðið súpuþema fyrstu tvo dagana. Drengirnir á dekkinu búnir að góna úr sér glyrnurnar yfir "Spartacus" þáttaseríum þar sem manndráp, kynlíf og svik koma við sögu.
Gullkorn dagsins í dag verður að þessu sinni: "Það er enginn til sem veit allt, en það eru margir sem vita allt miklu betur."
Múffi kveður að sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.