Lönduðum s.l. föstudag +
5.7.2010 | 21:40
Sæl öll tryggir sem gloppóttir, gúanólöndun lauk upp úr miðnætti, byrjun laugardags, frá Nes milli kl, 2 og 3. Byrjuðum í Seyðisfjarðardýpi og fengum þar meiri síld en makríl en magnið varð ekki mikið, færðum okkur í gær lítið eitt sunnar og þó meira austur, hífðum 50 tonn síðdegis í gær og fengum svo 220 tonn í dag og erum ágætlega settir með hráefni til morguns, nánast allt makríll síðustu 2 hol. búið að frysta 180 tonn, eða þar um bil. Vinnslan gengur þokkalega að vanda og heilsufarið á liðinu allgott. Fáeina þorska höfum við fengið og kokkurinn matreiðir hann steiktan og saltaðan jafnvel bollaðan og fúlsa fáir við þessu en ekki telur hann vogandi að bjóða upp á soðin þorskflök á línuna því það telja sumir ekki mannamat, og gæti endað með rógsherferð á okkar ágæta kokk sem reynir að gera öllum til hæfis og ekki síst þeim sem ættu ekki skilið að eldað væri ofan í trantinn á þeim. Þetta verður að duga að sinni.
Kv / Seán
Sumir halda að snildin gangi í erfðir, aðrir eiga ekki börn! nema þeim hafi skrikað fótur-inn!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Meirihluti makríll, síðustu daga
30.6.2010 | 21:51
Sæl gott fólk! frekar strjálar fréttir á þessari síðu! eru ekki allir á fésbókinni með fréttir og daglegar upplýsingar, ég hef einhvern vegin þá tilfinningu að þessi upplýsingamáti sé að verða úreltur!!!??? Allavega er ekki slagur um að skrifa á þessa síðu, annað var þó, þegar hún hóf göngu sína ef svo má segja!? Veiðin hefur gengið ágætlega og ekki orðið hráefnislaust svo orð sé á gerandi, búið að frysta 400 tonn ++, og eitthvað til um borð eftir hífop í morgun sem skilaði 140 tonnum ca, erum sð toga núna og vonandi gefur það 100 tonn +. Veðrið er ágætt í dag, var þó strekkingur í gær og fyrradag, en aðeins sumar-bræla, verður líkast til eitthvað frískari annað kvöld og jafnvel föstudag. Nokkuð víst er að landað verði n.k. föstudag á Nesk- að venju. Lítið að ske í fótboltanum í dag, gott þó að vita englendinga komna í sumarfrí, en ekki eru allir kátir með árangur þeirra síðustu vikur, þeir voru bara ekki (drullu-góðir) heldur Drullu slakir.
Kv / Seán
Veikasta varnarlína nútímans er punktalínan neðst á afborgunarsamningnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Löndun s.l. fimmtudag,
27.6.2010 | 22:12
Sælir lesendur! Við hófum þessa veiðiferð rétt fyrir miðnætti s.l. fimmtudagskvöld, frá Neskaupstað. Frekar stutt á miðin og höfum verið að fá 70- 90 tonn í holi þar til í kvöld, þá var afraksturinn öllu lakari eða 30 tonn og viljum við kenna um allhvössum vindi sem ýfir yfirborðið og fælir fiskinn neðar og dreifir jafnvel líka, álit fiskifróðra!!! eða fiskihegðunar-Fróðra!! Vinnslan gengur allvel þó með smá hnökrum sem telst eðlilegt. staðurinn; 64°26 mín Nb og 11°16mín W-lengd eða mjög nærri þessu.
Kv / Seán
Fáir eru svo heimskir að þeir geti ekki þagað gáfulega!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Komnir á makrílmiðin!
20.6.2010 | 12:27
Jæja gott fólk við vorum ekki lengi í síldinni. Færðum okkur um set og byrjuðum að veiða makríl í gær, vorum reyndar komnir með um 280 T af síldarflökum í frystinn áður en skipt var yfir á makrílinn. Tókum eitt makrílhol í gær og svo annað í morgunsárið. Erum búnir að frysta um 70 T af slógdregnum og hausskornum makríl.
Gullkorn dagsins er: "Það er auðveldara að ræna hamingjunni, en að fá hana heiðarlega".
Múffi kveður í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Löndun á morgun.
14.6.2010 | 09:51
Sælt veri fólkið. Jæja nú er komið að fyrstu lönduninni hjá okkur á þessari síldarvertíð, til stendur að landa í Neskaupstað á morgun. Erum reyndar ekki alveg búnir að fylla því botninn datt skyndilega úr veiðunum í gær en okkur vantar tilfinnanlega 200t upp úr sjó til að sigra þetta. Sjáum hvað dagurinn í dag ber í skauti sér. Annars allt gott að frétta vinnslan hefur gengið ágætlega allan túrinn án verulegra tafa vegna bilana.
Gullkorn dagsins verður að þessu sinni: "Enginn er svo heimskur að hann geti ekki þagað gáfulega."
Múffi kveður að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síldarvertíðin hafin!
10.6.2010 | 09:42
Sælt veri fólkið. Loksins heyrist frá okkur á blogginu!
Fórum frá Akureyri síðastliðin mánudag eftir góða sjómannadagshelgi og þriggja vikna slipp- og viðgerðarstopp. Komum á síldarmiðin 160 sm norðaustur af Langanesi um hádegisbilið þriðjudaginn 8-6. Fengum strax síld í 2 og 3 lestarnar, frekar magra og fulla af átu. Vinnslan fór ágætlega af stað þrátt fyrir smá hnökra eftir langt stopp. Erum búnir að hífa tvisvar aftur nú þegar þetta er ritað og höfum við nóg hráefni til vinnslu næsta sólahringinn. Í frystinn eru komin tæp 200 t af flökum þannig að þetta lofar bara góðu 7-9-13 !
Spakmæli dagsins verða: "Karlmaðurinn elskar með augunum, konan með eyrunum."
Múffi kveður að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vertíðarlok!
9.5.2010 | 21:59
Jæja gott fólk nú er farið að síga á seinni hlutann á þessari kolmunnavertíð hjá okkur. Tókum síðasta holið nú um kvöldmatarleitið og reyndist það vera um 100 m3 sem nægir okkur til að fylla á frystilestina hjá okkur. Ættum að ná að klára að fylla hana annað kvöld.
Landstím er hafið og létt er yfir flestum mönnum um borð og þó sérstaklega þeim er halda með knattspyrnufélaginu Chelsea í Englandi en þeir urðu í dag Englandsmeistarar.
Stuðningsmenn knattspyrnufélagsins Man. United eru einnig kampakátir vegna þessara úrslita þar sem þeirra lið lenti í öðru sæti og hampaði silfurpeningi að verðlaunum. Reyndar höfðu þeir ágætu menn á orði að Chelsea gæti þakkað enska dómarasambandinu þennan meistaratitil, hvað sem það nú merkir. Einhvertíma var sagt að gott silfur væri gulli betri.
Gullkorn dagsins verður að þessu sinni:"Sá er mestur sigurvegari, sem sigrar andstæðing sinn án þess að slá hann."
Múffi kveður að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síðasti Kolmunnatúrinn.
5.5.2010 | 21:04
Sælt veri fólkið.
Lönduðum á mánudaginn síðasta í Neskaupsstað 730 T af frystum kolmunna. Vorum komnir aftur á miðin suður af Færeyjum rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Fyrsta holið gaf okkur um 170 T sem híft var rétt fyrir hádegi. Liggjum núna á meltunni og frystum á fullum afköstum.
Líklega er þetta síðasti kolmunnatúrinn hjá okkur á þessari vertíð því fyrirliggjandi er slipptaka í höfuðstað norðurlands þann 17. maí.
Gullkorn dagsins í dag er: "Goðsögnin um þann einasta eina er ástæðan fyrir mörgum óhamingjusömum hjónaböndum."
Múffi kveður í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Landstím.
1.5.2010 | 17:16
Sælt veri fólkið.
Erum nýbúnir að hífa og var afraksturinn um 200 t og erum við þá komnir með nægt hráefni til að klára túrinn. Ættum að vera búnir að fylla í frystilestina um miðnættið annað kvöld og ætti þá löndun að geta hafist strax á mánudagsmorgun í Neskaupstað.
Túrin búinn að ganga alveg með ágætum án allra stóráfalla nema kannski búnir að vera í vandræðum með sjóleka inn um opið kýrauga í elhúsi. Annars var saltfiskurinn ágætur í hádeginu.
Gullkorn dagsins verður: "Ég gagnrýni aldrei konuna mína, kem bara með ábendingar."
Nóg í bili Múffi kveður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smá fyrirspurn!!!!
29.4.2010 | 23:05
STÓÐ ekki flestum á SAMA???? Eða stóðu sumir á stilk--um.??? Ætlar sú fagra mær til Spánar???
Ekki stóðst Liverpool prófið í kvöld,!!! slakir þeir ensku, og engin orð ná yfir frammistöðu kr-inga,,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)