Komnir í Faxaflóann

Sæl öll og smá afsökun v / hversu stopult er skrifað hér, er ekki flest fréttnæmt á fésbók eða öðru því um líku? og nútímalegra en svona fréttaflutnings-máti???  Við lukum síðustu veiðiferð með löndun á Nes þann 14 febrúar, veiðum lauk við Vestmannaeyjar og svo var skíta-brælu ferðalag austur, 27 tíma um það bil og ekki hægt að halda uppi vinnslu síðustu 8 tímana en vinnsluliðið gerði vel og rúmlega það að halda út þar til. En brælan sú er búin og að mestu gleymd.  Hófum veiðar stutt vestur af Garðskaga  að kvöldi þess 15,2 og höfum færst norður og inn á Faxaflóa  10 - 15 sm NA af Garðskaga í gær og dag, og verið ágæt veiði  fengum milli 400 og 500 tonna kast í dag og erum að flokka og frysta kvenloðnu sem væntanlega selst á góðu verði til japsanna,!! erum með tvo slíka um borð til að messa yfir réttu loðnunum og vonandi þurfa þeir að borga sanngjarnt verð fyrir kinaukandi  munaðar-vöru!!!. Lítið frekar til að tíunda að þessu sinni.               Líkast til bræðslulöndun fyrir helgi eða í byrjun hennar í Helguvík.!!!???

                                                             Kv / Seán

Gallinn er sá í heimi hér, að fíflin eru handviss, en gáfaðir menn fullir efa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heilir og sælir

 Alltaf gaman að fá fréttir.... og ekki hætta að skrifa hér það eru ekki allir komnir á fésbókina....... á mörgum vinnustöðum lokað fyrir það .......  en gott að heyra að allt gangi vel :-) má líka fara að setja nyjar myndir inná............... kveðja til kokksins sem heldur mannskapnum i góðu skapi..... og síðast en ekki síst kveðja á flottasta vélstjórann :-)

rakelviðarsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband