72°20mín Nb og 13°40mín A-lengd.
28.11.2009 | 16:19
Sæl á ný! erum lítið eitt norðar en við hófum veiðina, fengum 380 tonn á fimmtudag og svo 380 t í gærkvöldi, heldur meira en til stóð í þessum holum, en torfurnar eru mjög þéttar og ekki svo einfalt að taka hæfilega sneið úr þeim að sögn brúarmanna, en vonandi ná þeir þessu með meiri æfingu!! það er víst leiðin til að verða meistari í greininni!!??Vinnslan gengur allvel 350 tonn ca frosin og hráefni um borð í 100 tonn af flökum til viðbótar. Veðrið er svalara í gær og dag, létt haglél af og til en vindurinn golukaldi og sjólagið því sem næst ládautt, ekki þó alveg. Lítið frekar að frétta nema allt ágætt, en mönnum þykir óþarfi að taka sjómannaafsláttinn af, ætli mörgum landmanninum þætti ekki lítið varið í að sofa á vinnustaðnum þar til vinna hæfist aftur næsta morgun, vildu vísast fá eitthvað fyrir ómakið,fólk ætti að hugleiða það sem þau koma í verk bæði þarft og líka óþarft eftir vinnu, sem er ekki mögulegt þegar næsta vakt hefst eftir 6 eða 12 tíma og 10 eða 800 sjómílur til lands og svo er bónusinn á sjónum, þar er ekki þörf að láta rugga sér inn í draumalandið, af mannavöldum það er gjarnan innifalið í staðsetningunni á jörðinni , með sjómannaafslættinum, á sjónum er ekkert annað í boði en að halda sig á staðnum, þótt Pétur Blöndal gapi í þinginu yfir frystiskipi sem lá um tíma í höfn og frysti loðnu og áhöfnin fékk sjómannaafslátt á sama tíma, fá ekki þingmenn og fleiri dagpeninga og fjarlægðarálag ef þeir komast ekki í eigið rúm bæði síðdegis og að kvöldi??? og þykir sjálfsagt fyrir þvílíkt álag, ættu kanske að fá áfallahjálp líka??!! Margir virðast jú duglegir að skara að sjálfum sér og vinum sínum með kaup í hlutfalli við ábyrgð og líklega leyfa eftirlaunin meiri íburð en vatn og brauðskorpur!! svo skipta þeir óreiðunni bróðurlega niður á landsmenn sem mega vera sælir yfir að halda vinnu og húsnæði. og margir sjá ekki fyrir endann á skuldunum þótt þeir yrðu mjög langlífir og á góðu kaupi .
Kv / Séan
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.