Afli úr fyrsta holi ca 450 tonn.
25.11.2009 | 17:59
Góđan dag lesendur, dagsbirtu naut stutt viđ í dag hér á norđurslóđinni, hálfrokkiđ 10,00 og varđ lítiđ umfram ţađ, myrkur 13,30 -14,00. ansi snubbótt. En sjórinn er sléttur og vindurinn gola eđa nánast logn. Stutt tog gaf vel af sér, líkast til í efri mörkum, en ágćtt engu ađ síđur. Smá töf viđ dćlingu aflans ţví olíuslanga viđ fiskidćluna gaf sig og tók dágóđa stund ađ ná dćlunni inn og skipta um gatađa slönguna. Dýptarmćlar ţeirra brúarmanna sýndu engar lóđningar ţegar til átti ađ taka, svo haft var samband viđ símavin brúarmanna!! hann Valda sem ýmsu kemur til leiđar, en ţetta stóđ í honum ţví ađ sjór hafđi komiđ ađ utan, gegnum kapal frá botnstykki sem stađsett er neđan á skipinu og inn í kassa međ rafm-búnađi sem olli ţví ađ ađrir kassar tengdir ţessum sjóblauta fengu ekki rafmagn fyrr en sá sjóblauti var úr sambandi, ţá fór ađ lóđa hjá ţeim, en ţeir fiskuđu samt karlarnir en ţurftu ađ nota hausinn ađeins meira. Vinnslan er komin í gang og gengur ljúft ađ venju!! Útstímiđ olli velgju hjá sumum, 1/2 brćla á móti okkur í 1 1/2 sólarhring, sumir ferskir úr fríi og ađrir ef til vill ekki alveg orđnir sléttir eftir Rokkhátíđina á Neskaupstađ s.l. helgi. Múffi komin í fćđi hjá betri partinum, enda var súpa algeng á útstíminu og hefđi hann líkast til ekki flokkađ ţađ allt undir Krásir, en súpurnar voru ágćtar, enda mennirnir sem skapa verđmćtin helst láréttir á bekkjunum og komust af međ minna, ţeir ţurfa jú ađ slappa af öđru hvoru!! Lćt ţetta gott heita ađ sinni..
Kv / Seán
Ţađ verđur sumum mönnum til óhamingju, ađ hamingjan hefur veriđ ţeim of fylgispök.
Athugasemdir
vona ađ ykkur gángi vel ađ fiska kv Fannar hans jolla
fannar (IP-tala skráđ) 25.11.2009 kl. 19:25
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.