Fyrsta lagið sigrað.

Sælt veri fólkið. Köstuðum í nótt og híft aftur eftir stutt tog og dugði það til að fylla í 3-lestarnar og 1-sb.  Það er alveg rífandi gangur í vinnslunni hjá okkur, sigruðum fyrsta lagið í frystilestinni í morgun. 

Brytinn okkar er mjög áhugasamur um ferðalög og landafræði. Því stakk hann því að bloggritara hvort ekki væri sniðugt að setja upp smá spurningaleik á blogginu varðandi þetta efni. Tók bloggritari vel í það og stakk brytinn upp á því að fyrsta spurningin yrði eftirfarandi:

Hvað er Guadeloupe?

A: Strandbær í Mexico.

B: Flensulyf.

C: Eyja í Vestur-Indíum

D: Stöðuvatn í Alaska.

Lesendum síðunnar er velkomið að spreyta sig á þessari spurningu, brytinn bíður spenntur.

Læt hér fylgja með nokkrar myndir sem gönguklúbbsmenn tóku í síðustu inniveru er þeir gengu á Hádegisfjall í Reyðarfirði.

Hermann Gunnar og Elvar.

 

Galvaskir gönguhrólfar.

 

 

 

 

 

 

Komnir á toppinn

 

                                                            Toppmenn!

 

 

 

 

 

 

Útsýnið fagurt

 

 

 

 

 

Útsýnið frábært

 

 

 

Gullkornið dagsins verður: Náttúran launar þeim ætíð, sem leita hennar og elska hana mest."

Múffi kveður að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt að það væri útstímssúpan hjá Dodda ?

Kalli

Kalli (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 12:48

2 identicon

eða það sem kemur upp úr nýliðun á útstími.

A:

Freyr Njálsson (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband