Aftur komnir á miðin.

Jæja gott fólk loksins meira blogg. Við lönduðum í Neskaupstað síðastliðinn þriðjudag 700 t í bræðslu og rúm 700 t í frost. Erum nú komnir á miðin norður af Lofoten og búnir að taka fyrsta holið. Fengum í 2-lestarnar og slatta í báðar 3-lestarnar. Fengum fínt veður á leiðinni hingað þannig að vel er búið að fara um karlana síðustu dagana.

Bloggritari er hæstánægður með stöðu sinna manna í enska boltanum þessa dagana en "United"-karlarnir eru ekki eins kátir. Í kjölfar leiksins um síðustu helgi heyrðust fleygar setningar einsog: "Þetta var ólögleg aukaspyrna."  "Það eru tólf menn í Chelsea liðinu." "Þetta var ólöglegt mark." "Djöfull er Drogba ljótur." Gráturinn í þessum mönnum er næstum því farinn  að toppa Liverpool-grátkórinn.

Annars bara allt gott að frétta af okkur og gullkorn dagsins verður: "Svipstundar óvirðing getur oft af sér ævilanga mæðu."

Múffi segir yfir og út.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband