Landstím.

Jæja gott fólk, þá er þessum túr að ljúka. Við sigruðum frystilestina á vaktaskiptunum í morgun. Ættum að verða komnir í land seinnipartinn á mánudaginn og þá löndum við væntanlega í bræðslu aðfaranótt þriðjudags og upp úr frystilestinni á þriðjudaginn. Túrinn er búinn að ganga alveg með ágætum enda nóg af síld í lögsögunni hjá norsku vinunum okkar.  Þurftum að taka á okkur um 30 sm krók til að sigla í ákveðinn punkt, áður en norska lögsagan er yfirgefin, svo "kystvakten" geti gefið okkur brottfararleyfi frá Noregsströndum.

Annars eru "United" - karlarnir um borð orðnir frekar kvíðnir fyrir leik dagsins þar sem borið hefur á lystarleysi og jafnvel niðurgangi í þeirra röðum nú síðustu daga. 

Arsenal gengið er í sjöunda himni þessa dagana enda er góður skriður á þeirra liði. Matsveinninn okkar leikur við hvern sinn fingur þessa dagana og reiðir fram hverja veisluna af fætur annarri. Hann  lætur eins og nýhreinsaður hundur, í orðsins fyllstu merkingu.

Gull kornið verður: "Vitrastir eru þeir, sem best geta lagað ókosti sína."

IMG_0462[1]IMG_0460[1]

Og með þeim orðum kveður Múffi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband