Norðurhjarafréttir.

Jæja gott fólk loksins meira blogg.  Eftir löndun í Neskaupstað síðastliðin fimmtudag var haldið af stað aftur á fjarlæg mið norður af Noregi.  Siglingin á miðin tók rúma tvo sólahringa. Vorum komnir með afla um borð strax upp úr hádegi á sunnudeginum og fór vinnslan ágætlega af stað. Erum nú þegar þetta er ritað nýbúnir að færa upp um fyrsta gat í frystilestinni þannig að þetta gengur bara ágætlega. Af körlunum er það helst að frétta að flestir meiriháttar knattspyrnuáhugamenn eru ánægðir með leiki helgarinnar þar sem ekki var um nein óvænt úrslit að ræða og menn horfa björtum augum á árangur síns liðs í deildinni þennan veturinn.  Gullkorn dagsins verður: "Láttu ekki gremju út af gæðum, sem þú girnist, en getur ekki  eignast, spilla ánægju þinni af gæðum þeim sem þú átt."

Múffi kveður.IMG_0452

IMG_0455

  IMG_0454

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband