Veiðum lokið í þessum túr!!
26.10.2009 | 18:22
Sæl öll, hélt í raun að mjög fáir læsu þessar færslur, fréttaflutningur er svo margbreytilegur í dag!! En hún Ella er greinilega stöðug á vaktinni, jafnvel nokkrir fleiri!! Við fengum frekar stóran skammt í gær, góð 300 tonn, og svo dældum við um borð 200 + í dag og Vilhelmsmenn fengu 100 - 200 tonn sem við dældum til þeirra. Veðrið leikur við okkur í dag sem og síðustu daga, vonandi endist blíðan til Íslands!! Erum á leið í útskriftar-punkt við 200 mílna mörkin þeirra norsara , einhverjir tugir mílna úr leið en ekki alslæmt, stoppum vonandi stutt þar. Rjúpna veiðiflokkurinn okkar, sá opinberi, er ekki alkátur með að hafa misst af eftirsóttasta veiðisvæði sínu á komandi veiðitímabili, og ekki jókst gleði þeirra þegar í ljós kom að einn úr hópnum virðist hafa átt leik upp í erminni ef svona færi og er í hópnum sem hreppti hnossið að þessu sinni, að vísu er hann svo vinamargur að eitt feilboð setti ekki rjúpnavertíðina í uppnám hjá honum, en tvennum gangasögum fer af hvernig sá lánsami stóð að happafeng sínum!!!! Ef til vill er mögulegt, að verða sér úti um veiðikort hjá honum nú á landleiðinni þegar vinnslu og þrifum líkur, hann getur þá þakkað þeim fyrir að spenna ekki bogann hærra í þeirra tilboði en raunin varð. Svo STEINLÁ man-untd í gær fyrir sigur-hungruðu Liverpool liði við engan fögnuð utd aðnáenda hér um borð, kokkurinn hafði orð á að sér líkaði svipurinn á Lexa Fergusson í leiks lok, gæti trúað að hann vildi sjá þann svip fljótt aftur!!!??? Jæja við verðum vonandi í höfn aðfaranótt 29 okt, ef gengur sem horfir núna, læt þetta pár nægja að sinni
kv / Seán
Virtu engann haturs sem þú myndir ekki líka telja verðugan ástar. Rjúpnabrella
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.