Logn og sól í dag,
10.10.2009 | 21:32
Sæl öll enn á ný, nú erum við komnir á norskt ráða-svæði, rétt norðan 71° Nb og rétt Austa 13° A-lengdar. Tókum 3 tíma hol í gær og uppskárum 100 tonn, og drógum svo næsta hol til miðnættis sem gaf um 300 tonn, stærð síldanna um 300gr ef til vill, 300 aðeins +. og nú er allt flakað og kvótinn fer 2 x hraðar en á heilfrystingunni. Fórum samt framhjá stóru síldinni á útstíminu, aðrir voru heppnari þar. Einhverjir fundu fyrir ógleði á útstíminu en ekki held ég að múkkarnir hafi fengið neitt af því, einsog oft var sagt á minni bátum áður fyrr ef menn urðu sjóveikir og ældu fyrir borð, að þá væru þeir að gefa múkkanum, svolítið saklausara en að æla!!! Svo bauðst okkur afgangur úr trollinu hjá Vilhelm í kvöld og urðu það 230 tonn ca, ættum við því að hafa hráefni til tveggja sólarhringa vinnslu. Held þetta sé nóg að sinni,
Kv / Seán,
Glatt hjarta veitir góða heilsubót, en dapurt geð skrælir beinin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.