Austar en London, en allmiklu norđar.
30.9.2009 | 21:33
Sćl öll sem renniđ yfir síđuna, veiđin fór rólega af stađ hjá okkur, byrjuđum međ 10 tonn svo 120 í morgun og síđan komu 220 + í kvöld, ţannig ađ nú anda ţeir léttara í brúnni, síldin er smćrri en undanfarna túra, algeng ţyngd 340 grömm en átulaus, og áhöld um hvort hún sé hćf til heilfrystingar, vorum ţó ađ heilfrysta í dag hvađ sem verđur međ framhaldiđ. Brćlan er gengin niđur og var ađeins golukaldi í dag og minni líkur á hnökrum í vinnslunni. Ef einhvern langar ađ frétta úr borđsal og eldhúsi ţá voru pönnukökur á borđum í dag og kvöldkaffitíma og lambahryggur í kvöldmat svo ađ ekki ćttu menn ađ slakna af viđurgerningnum sem kokkurinn býđur upp á.
Erum komnir Austur á 1° 40 mín Austur-lengd, sem sagt austar en London sem er um 0° og svo erum viđ nálćgt 67° N-br. ágćtt ađ ćfa sig í ađ finna stađin á korti.
Kv / Seán
Oft eru ţađ smćlingjarnir sem leggja til efni í blómsveig mikilmennisins.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.