Löndun næstkomandi laugardag.
17.9.2009 | 12:15
Jæja gott fólk, gangafréttum og stjórnpallsfréttum ber saman um að löndun sé fyrirhuguð næstkomandi laugardag. Fengum ágætis hol í nótt sem við deildum með félögum okkar á Vilhelm og eru þeir nú lagðir af stað í land til að létta á sér í kvöld. Við aftur á móti erum núna að taka smá tog með gæðalega skipstjóranum á Hábergi EA, Geir F Zoega. Vonandi verður þetta hjálparstarf öllum til góða.
Annars er það helst að frétta af köllunum að þeir eru flestir sáttir við úrslitin úr meistaradeildinni þessa vikuna þrátt fyrir að það hafi verið lágt risið á Arsenal mönnum í fyrri hálfleik í leiknum í gærkvöldi. Einnig höfðu menn á orði að það væri skemmtilegra að horfa á málningu þorna heldur en að horfa á Liverpool leika.
Hvað um það við erum komnir með um 450 T í frystinn og tala menn um að þetta gæti orðið mettúr miðað við slattana sem landað hefur verið upp á síðkastið.
Gullkornið verður: "Augu húsbóndans gera meira en hendur hans."
Nóg í bili Múffi kveður og fer í fríið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.