Hákonspistill.
12.9.2009 | 21:32
Jæja gott fólk við lönduðum í Neskaupstað í gær og í nótt, um 500 T af frosnu og 300 T í bræðslu. Héldum aftur á miðin um fimmleitið í morgun. Áfram verður haldið með hið ágæta samstarf við félaga okkar á Vilhelm Þorsteinsyni og erum við nú að toga á móti þeim nú þegar þetta er ritað. Þeir köstuðu sínu trolli upp úr hádeginu í dag og um kvöldmatarleitið skildist mér að allir aflanemar væru komnir inn. þannig að það styttist væntanlega í hífopp hjá þeim og vonandi verða þeir aflögufærir með afla svo bæði skipin nái að koma vinnslunni í gang.
Annars komu karlarnir ágætlega undan þessari inniveru, sumir fóru í golf, aðrir aðrir fóru í fjallgöngur og hinir fóru á kaffihús. Svo sátu menn spenntir yfir enska boltanum í dag og urðu sumir glaðir með úrslit leikja en aðrir voru ekki eins glaðir. Eins og brytinn okkar sagði í dag, þegar undirritaður sýndi honum hluttekningu, að þá var Arsenal ekki að falla niður um deild heldur aðeins að lúta í lægra haldi fyrir öðru liði í upphafi leiktíðar. Menn geta nú ekki annað en dáðst af andlegum styrk svona manna, ég seigi nú ekki annað.
Gullkornið verður: "Að vera hamingjusamur er ekki í því fólgið að eiga mikið, heldur í því að elska mikið og vona."
Og með þeim orðum kveður Múffi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.