Bræla á miðunum.

Jæja gott fólk, í gærkvöldi skall á okkur bræla en sem betur fer þá náðum við að ná okkur í hráefni áður en hún náði hámarki.  Reyndar voru smá æfingar á okkur, fiskislanga slitnaði við hné og leit ekki vel út á tímabili. En þeir voru snöggir að leysa úr þessu karlarnir á dekkinu undir ákveðinni og fumlausri stjórn "Fjarkans".

Vonir standa nú til að þessi bræla verði skammvinn þannig að félagar okkar á Vilhelm ættu að fá  hráefni til vinnslu í dag.

Erum nú þegar þetta er ritað komnir með um 280 T í frystinn.

Gullkorn dagsins er:"Tortryggna menn skortir aldrei hugarburð til að ala grunsemd sína."

Múffi kveður í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband