Úrslit golfmótsins.
6.9.2009 | 10:28
Jæja þá erum við aftur komnir á sjó og komnir með afla og byrjaðir að vinna. Hífðum í morgun 50-60 m3 af ágætri síld með smá makrílívafi.
Fórum út frá Neskaupstað rétt eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins eftir að hafa landað þar um 470 T af heilfrystri síld og nokkur tonn af hausskornum makríl.
Í þessum túr þá má eiginlega segja að við höfum verið dregnir út í fiskistofulottóinu, því við fengum örugglega um borð til okkar fallegasta veiðieftirlitsmanninn sem fiskistofa hefur völ á. Veit ekki hvort félagar okkar á Vilhelm hafi verið eins heppnir.
Hvað um það í inniverunni síðustu var haldið hið árlega Oddgeirsmót í golfi og voru úrslitin sem hér segir:
Án forgjafar: 1. Jón Gunnar Traustason 2. Sveinn Ísaksson 3. Benidikt Sveinsson
Með forgjöf: 1. Ingi Jóhann Guðmundsson 2. Halldór Jónasson 3. Bjarni Gunnarsson
Áhöfn Hákons EA-148 óskar vinningshöfum til hamingju með árangurinn og vonast til að sjá alla þátttakendur aftur að ári.
Gullkornið verður:"Hin sanna gleði er ekki ávöxturinn af þægilegri ævi, auðæfum, eða viðurkenningu annarra, heldur vitundin um að hafa unnið gott starf."
Múffi kveður að sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.