Brælublogg
30.8.2009 | 10:50
Sælt veri fólkið. Fórum út frá Neskaupstað um ellefu-leitið síðastliðið fimmtudagskvöld eftir að hafa landað þar um 520 T af frosnu og 330 T í bræðslu. Vorum komnir með afla til vinnslu rúmum sólahring seinna og erum nú langt komnir með að vinna hann. Komin rúm 100 T í frystinn hjá okkur. Í gær byrjaði svo að bræla hjá okkur og sér ekki fyrir endann á þeirri brælu fyrr en með kvöldinu.
Flestar boltabullurnar eru ánægðar með úrslit gærdagsins nema þá helst Arsenal-bullurnar, þeir voru frekar framlágir eftir viðureign sinna manna við Man United. Tala menn um að sigur Man United hafi verið óverðskuldaður þar sem um ódýra vítaspyrnu hafi verið um að ræða. En svona er víst fótboltinn það er ekki alltaf betra liðið sem sigrar. Sem betur fer þá tapaði Bolton sínum leik í gær því töluverðrar þreytu er farið að gæta hjá áfallateyminu.
Gullkorn dagsins verður:"Endurminningin er sú eina paradís, sem vér getum aldrei orðið flæmdir úr."
Múffi kveður að sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.