Löndun á fimmtudag.

Jæja gott fólk, það er ekki hægt að segja annað en að það sé búið að ganga ágætlega hjá okkur þennan túrinn. Vinnsla hefur haldist stöðug allan túrinn og gengið með ágætum. Til stendur að landa á morgun, fimmtudag, þó svo að frystilestin sé ekki orðin full. Ættum að geta landað um 500 t í frost og einhverjum slatta í bræðslu.

Annars er búið að vera ákveðin áfallahjálp í gangi hér um borð eftir að enska liðið Aston Villa sigraði mótherja sína í síðustu umferð enska boltans. Nokkuð margir áhafnarmeðlimir halda með liðinu sem tapaði í þessari viðureign og hafa þeir þurft á sérstakri aðhlynningu að halda svo að starfsemi skipsins raskaðist ekki.

Til stóð að halda Oddgeirsmótið í golfi í þessari inniveru en því var slegið á frest því það er víst skortur á lausum flugsætum fyrir stórlaxana að sunnan hingað austur.  Ef árið 2007 væri nú, þá hefðu menn nú ekki dáið ráðalausir út af svona smámunum.

Gullkorn dagsins er: "Sannleikurinn bíður ekki tjón við það að vera sleginn í andlitið."

Múffi kveður að sinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband