Löndun í dag á Neskaupstað
20.8.2009 | 10:34
Jæja gott fólk í dag er ætlunin að landa um 400 t af heilfrystri síld í Neskaupstað og einhverjum smá slatta í bræðsluna. Ákveðið var að nota brælutíðina á miðunum til að létta á sér. Félagar okkar á Vilhelm landa einnig í dag þannig að bæði skipin ættu að vera skotklár í áframhaldandi samvinnu að löndun lokinni.
Annars allt gott að frétta af mannskapnum. Flensugemlingarnir eru að jafna sig og vonandi er sú óværa gengin yfir. "United"-karlarnir um borð dálítið niðurdregnir eftir leik gærkvöldsins en að sama skapi halda "poolararnir" að þeir séu að sigra heiminn eftir sigur á fyrrum íslendingaliðinu Stoke.
Gullkorn dagsins verður: "Hjónabandið er svo vinsælt, vegna þess að þar fer saman hámark freistinga og hámark tækifæra."
Múffi kveður í bili.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.