Nethremmingar!!

Jæja gott fólk þá kemur aftur smá - blogg.

Það er helst af okkur að frétta að við byrjuðum að toga á móti félögum okkar á Vilhelm Þorsteinssyni EA  í fyrradag og fengum við í gær rúmlega í 2-lestarnar og dældum svo restinni af því holi yfir til makkersins. Ætti það hráefni að duga okkur eitthvað fram á kvöldið. Síldin sem fékkst í gær er stór og falleg og er verið að heilfrysta hana og erum við komnir með um 200 T í frystinn hjá okkur. Í augnablikinu erum við að leita ásamt makkernum okkar því síldin virðist vera horfin á önnur mið.

Af göngunum er það helst að frétta að við urðum tímabundið sambandslausir við umheiminn í nótt vegna bilunar í netbúnaði sem orsakaðist vegna þess að einn áhafnarmeðlimur komst ekki á netið úr sinni einkatölvu og hélt þá að gott væri að slá út símstöðinni. Menn velta því fyrir sér hér um borð hvort símstöðin á Ólafsfirði verði reglulega sambandslaus þegar ákveðnir aðilar komast ekki á netið þar í bæ! En allt fór þó vel að lokum og menn hafa þá eitthvað til að skemmta sér yfir.

Annars er allt gott að frétta af körlunum smá flensuskítur hér og þar  en menn bera alveg af sér að um sé að ræða margumrædda svínaflensu.

Gullkorn dagsins verður:"Það er einkenni snillingsins, að hann starfar aldrei árangurslaust, enda þó árangurinn verði allur annar en hann óskaði eftir."

Og með þeim orðum kveður Múffi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband