Löndun 6 -7 ágúst, 68°Nb og 15-16° V lengd.

Sæl öll!! ef hægt er að skrifa alla um þá sem lesa þessar færslur!!  Þessi túr sem nú er í gangi hófst að morgni 7 ágúst, eftir löndun í bræðslu og frost þar á undan.  Leitað norður af Langanesi og Melrakkasléttu og hófum þar veiðar í samtogi með Vilhelm Þorsteinss, veiðiðn hefur gengið ágætlega með smá undantekningum þó, erum í tvígang búnir  að fá 300 tonn, s.l. nótt og í fyrrakvöld  minni hol þar áður, Vilhelm hefur fengið  svipað enda stendur ekki til að halla á þá fremur en á hinn veginn. Í morgun var talsvert að sjá og var talsvert gleypi-hljóð í brúarmönnum og allt að því formsatriði að hremma þá silfruðu, en hún hefur ætíð verið brellin og fór svo að við toguðum Vilhelms troll í ca 7 tíma og afraksturinn  langt innan við væntingar sem menn drógu af útlitinu í morgun, það sannast með kálið að það er ekki sopið þótt ausunni sé brugðið, og trollinu í þessu tilfellli á síldina!!!.  Veðrið er blíða hér norður frá  en þokusælt síðustu daga, þó heldur léttara í dag.   Erum líklega langt komnir með að frysta 400 tonn svo þetta hefst vonandi fyrir helgi, mögulega löndun á föstudag eða laugardag, einhverjir stefna á bæjarhátíð á Grenivík á laugardag, en lakara útlit fyrir þá sem eru heima og ætla að ná hátíðinni áður en þeir halda til sjós, öllum verður víst aldrei til hæfis! gert!!!        Hef þetta gott að sinni.

                                                         Kv/ Seán

Hrein samviska er stundum seld fyrir peninga, en verður aldri keypt fyrir þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband