Á hægri ferð suður með austfjörðum

Góðan og blessan daginn og síðdegið gott fólk! Okkur hefur gengið allt í haginn síðustu daga, og sannast ef til vill með  því að engar fréttir eru góðar fréttir, þ.e. fáar færslur á þessari síðu.  Fengum í gærmorgun 100 tonn af blönduðum afla, megnið síld,  fáeinar loðnur, rauðmaga í matinn leyfilegt makríl-bland og eina vogmær að minnsta kosti, nokkuð fjölskrúðugt, svo tókum við síðdegishol sem við hífðum um kl, 20 og fengum úr því 300 tonn+. síldarhol... Bjarni Ólafss fór svo í land og landar væntanlega í dag, en við færðum okkur suður á bóginn þar eð kaldi var runninn á, á norðurmiðum, þess utan vantar okkur ekki mjög mikið og vonumst til að ná því hér austur af, líklega þegar Bjarni kemur aftur, hann er vissulega betri en sumir ónefndir sem við  höfum partrollað með!! Holið í gærkvöldi var 25-35 sm, þ.e. sjómílur norður af Langanesi. Vinnslan gengur liðugt og verða með svipuðum gangi nálægt 500 tonn frosin á komandi miðnætti. Hér austan við er nú logn og sól, semsagt rjómablíða!! ekkert lakara en það.    Skiptiblaðið er komið á töfluna og frímenn ættu jafnvel að huga að vinnulistanum fyrir brottför.

                                                               Kv / Seán.

 Það þarf sterk bein til að standast góða daga!   Allavega eftir sóða-sukk útrásargemlinganna.

Það eru jú góðir dagar líka þrátt fyrir afleita lands-skuldaspá fyrir skattborgara. Ekki virðast sukkararnir ætla að borga sinn skerf!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband