Ekki lengur "single"!!
15.7.2009 | 10:49
Jæja gott fólk loksins meira blogg.
Veiðin hefur gengið svona frekar treglega hjá okkur síðustu daga, erfitt að vera svona "single" í þessu tregfiskiríi. Drógum eitt hol í gær ásamt Birtingi NK og afraksturinn úr því var um 100 m3. Erum nú í "sambandi" með Bjarna Ólafssyni Ak og vorum að hífa núna síðan um miðnættið u.þ.b. 200 m3 sem ætti að nægja vinnslunni í sólahring. Við erum komnir með um 300T í frystinn.
Annars er allt gott af okkur að frétta, karlarnir vel haldnir með nýjan og frumlegan kokk sem reiðir fram nýstárlega rétti í hverjum matartíma.
Gullkorn dagsins verður: "Þegar yfirmaður minn vill heyra mína meiningu, segir hann mér hver hún er."
Múffi kveður að sinni.
Athugasemdir
Líttu ekki á starfið sem strit, heldur sem þátttöku í framvindu lífsins
Helga Björg Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.