"Snilldar fiskveiðistjórnun" !!

Jæja gott fólk, víð lönduðum síðastliðin miðvikudag á Neskaupsstað um 900 T í bræðslu og tæp 550 T af frosnum makríl.

Við vorum heldur fljótir á okkur að fara að landa því veiðisvæðinu var lokað fyrir frekari veiðum á makríl að kvöldi löndunardags. Engin veiði leyfð fyrir sunnan 66° .

 Fimmtudeginum eyddum við í að bíða eftir eftirlitsmanni frá fiskistofu sem kom með okkur í túrinn og með hann um borð fengum við leyfi til að stunda hafrannsóknir í einn og hálfan sólahring fyrir sunnan 66°.  Þær rannsóknir hafa skilað okkur u.þ.b. 90 T í frystinn. Erum nú að leita norðan við 66°, vonandi stendur sú leit ekki lengi.

Annars erum við hálffúlir hér um borð  vegna þess hvernig fiskveiðistjórnunin á þessum makrílveiðum fór fram.  Gefin var út heildarkvóti og kepptust menn við að veiða upp sem mest magn á sem stystum tíma og sigla svo með þetta  í land í bræðslu. Fyrir þetta fengu menn 25-35 kr pr. kíló. Sumar útgerðir voru meira að seigja svo "öflugar" að senda á sjó aflagðar fleytur til að geta flutt meira af gúanói í land.

Nær hefði verið að reyna að vinna sem mest af þessum makríl til manneldis og fá fyrir það allavega   200 kr pr kíló. Ég hélt satt að segja að þetta þjóðfélag þyrfti á gjaldeyri að halda. Í fyrra veiddum við stærsta og verðmætasta makrílinn í júlí en nú verður ekkert af því, því búið er að veiða upp allan útgefinn kvóta. Eins gott að sjávarútvegsráðherra gefi ekki út heildarkvóta á þorski með sama hætti og makrílkvótinn var gefinn út.  

Gullkorn dagsins verður:"Við erum öll á sama báti - þó við stýrum ekki öll."

Með þeim orðum kveður Múffi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband