Löndun fyrirhuguð á morgun ?
7.7.2009 | 14:14
Jæja sælt veri fólkið.
Af okkur er bara allt gott að frétta flestir frískir og kátir.
Vorum reyndar að frétta það af fésbókinni að við eigum að landa á morgun, miðvikudag. Magnaður fréttamiðill þessi fésbók hún er orðinn ábyggilegri heldur en gangafréttirnar!
Erum komnir með um 480 t í frystinn og höfum enn nokkuð pláss fyrir bræðslufisk. Fengum ágætt í síðasta holi , nóg fyrir vinnsluna. Vonandi verður gott í í næsta holi svo við náum að fylla skipið.
Gullkorn dagsins er:" Getuleysi fyrirgefst en viljaleysi ekki".
Múffi kveður að sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.