Aftur inn á Eskifjörð.

Jæja gott fólk.  Vorum búnir að taka eitt hol með nýja trollinu og vorum að draga hol nr. tvö þegar við lentum í því að höfuðlínukapall slitnaði hjá okkur og við það flæktist nýja trollið sem við náðum í inn á Eskifjörð í  fyrradag.

Eftir að reynt var að greiða úr flækjunni í heila vakt án árangurs var ákveðið að fara með þetta í land á Eskifirði og greiða úr þessu þar. Þeir eiga víst nýrri útgáfu af flækjubókinni þar  en til er hér um borð. Þökkum við Stebba og félögum á netaverkstæðinu á Eskifirði kærlega fyrir hjálpina. Þeir eiga heiður skilið. Voru búnir að greiða úr þessu um kl 3 í nótt og héldum þá aftur strax á miðin og erum nú þegar þetta er ritað að gera okkur klára til að láta það fara.

Illar tungur um borð kenna þessar ófarir við að stýrimaðurinn okkar átti afmæli í gær en við blásum bara á svoleiðis hjátrú og óskum honum innilega til hamingju með fertugs-afmælið. (Væntanlega verður honum færð nýjasta útgáfan af flækjubókinni í afmælisgjöf.)

Erum komnir með um 300 T  af makríl í frystinn og hefur vinnslan gengið alveg með ágætum.

Gullkorn dagsins er: "Það er mjög mikilvægt að umgangast sérhvern mann eftir eðli hans og skapferli."

Múffi kveður að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband