Endurnýjun á veiðarfæri.
3.7.2009 | 10:13
Sælt veri fólkið - af okkur er bara allt gott að frétta, skruppum inn á Eskifjörð til að endurnýja veiðarfærið. Verðum væntanlega komnir með réttu græjurnar í makrílinn eftir þau veiðarfæraskipti! Fengum ágætis hol áður en lagt var af stað til Eskifjarðar og erum að vinna það núna ,þegar þetta er ritað, úti á Reyðarfirðinum á meðan verið er að gera trollið klárt í landi. Erum komnir með um 160 T í frystinn. Annars bara allt gott bongóblíða á miðunum en samt leiðinda þoka.
Gullkorn dagsins verður: "Ef þú elskar lífið, þá eyddu ekki tímanum, því hann er það, sem myndar lífið."
Múffi kveður að sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.