Komnir út aftur eftir löndun.
30.6.2009 | 21:48
Jæja gott fólk lönduðum á Seyðisfirði aðfaranótt mánudags u.þ.b. 500 T í bræðslu og síðan færðum við okkur yfir á Neskaupsstað og kláruðum að landa þar öðrum 500 T í bræðslu og um 700 T af frosnum síldarflökum og hausskornum makríl. Þetta reyndist svo bara ver alveg ágætis túr hjá körlunum.
Löndun var lokið um 3:30 síðastliðna nótt og var þá haldið á miðin á nýjan leik. Köstuðum trolli um kl 14.00. Skilst núna þegar þetta er ritað að útlitið sé ekkert sérstakt, 2-pungar inni.
Gullkorn dagsins er: " Afbrýðisemin vaknar um leið og ástin, en hverfur ekki alltaf með henni."
Múffi kveður að sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.