Aftur á heimamið.
27.6.2009 | 10:45
Sælt veri fólkið. Nú er veiðum lokið í færeysku lögsugunni og við komnir aftur á heimamiðin. Leyfilegum kvóta í færeysku lögsugunni er náð. Köstuðum seinnipartinn í gær í íslensku lögsugunni og hífðum um miðnættið u.þ.b. 40-50 T.
Komnir með rúm 500 T í frystinn og gangafréttir herma að löndun sé fyrirhuguð á mánudaginn.
Gullkorn dagsins er: "Í rauninni er hjálpsemi sú, sem fátæklingarnir veita hvor öðrum, miklu meiri en sú hjálp, sem auðmennirnir sína þeim."
Múffi kveður í bili.
Athugasemdir
Gangi ykkur vel í þessum túr vonandi verður nóg að gera :)
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.