Slippnum lokið og sjómannadeginum einnig.
11.6.2009 | 20:13
Sæl öll og afsakið að fréttir af okkur hafa ekki ratað inná þessa síðu í nokkrar vikur. Við lukum slippnum á ca 3 vikum, margt var gert en nokkur atriði lentu á geymslulistann eins og verða vill á stóru heimili, allavega stóðu fáein verk eftir hjá vélstjórunum, en þeir eru þekktir fyrir að vinna á hlutunum þótt ekki sé legið í höfn. Við gerðum góðan túr fyrir sjómannadag fórum frá Akureyri 24 maí og fiskuðum ágætlega, lönduðum 3 og 4 júní 700t + af frosnu og afskurði til samræmis ,að magni til. Þessi túr hófst svo síðdegis á mánudag 8 júní og höfum við -rassskellt hafflötin Fyrst norður- um og svo suður aftur og svo í gær og s.l. nótt norður til Jan Mayen sem er í sjónmáli í dag 20 til 30 sm, undan. Settum trollið út um hádegisbil í dag og drögum enn, talað er um að ekki færri en tvö ljós séu komin hjá karlinum í brúnni, en sá verður að gera gott betur en það, þótt mjór sé mikils vísir!!!??ekki kallinn!!!!! Fengum 35 tonn í fyrrinótt. Veðrið er rjómalogn en í svalari kantinum. Verð að óska Marra.is til hamingju með nýja Marlandið sem hann er komin í, það er að vísu ekki við sjó en hann fer jú á sjó af og til, læt þetta gott vera að sinni, erum reyndar að hífa í þessum skrifuðum orðum.
Kv / Seán,
Flestu fólki er reynslan eins og afturljós á skipi, hún bregður einungis ljóma yfir farna leið.
Athugasemdir
Saelir felagar! Takk fyrir hamingjuoskirnar. Thetta er skrifad i solinni sudur a Tenerife. Gangi ykkur vel.
Marri.is
Áhöfnin á Hákon EA-148, 13.6.2009 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.