Í tilefni kosninganna:)
25.4.2009 | 18:12
Sælt veri fólkið! Fórum frá Neskaupstað undir miðnætti í gærkvöldi áleiðis til veiða suður af Færeyjum. Áætlað er að kasta trollinu núna með kvöldinu nokkuð norðar en skipin hafa haldið sig fram að þessu á svæði þar sem verður að notast við fiskiskilju á trollbelgnum. Fyrir þá sem ekki vita þá er fiskiskilja í kolmunna trolli til þess ætluð að koma í veg fyrir að góðfiskur (þorskur, ýsa osfrv.) fari aftur í trollpokann.
Mikil gróska er í framsóknarfélaginu hér um borð, gjaldkeri félagsins var búinn að flagga fána flokksins straks kl. átta í morgunn. (Reyni að koma inn mynd, ef hægt er). Formaðurinn hann Guðjón skipstjóri var vongóður um niðurstöður kosninganna. Í spjalli við undirritaðan hafði hann á orði að hér um borð ætti framsókn vís atkvæði frá allri áhöfninni og tel ég það ekki fjarri lægi. Gjaldkeri félagsins er vel að starfinu kominn enda kominn af framsóknarmönnum langt aftur í ættir og á ættir sínar að rekja til vöggu framsóknar á norðurlandi sem er Lómatjörn. Þá ætti öllum að vera ljóst hver maðurinn er, jú það er Ingólfur Jó. Þeir félagar segja að ekkert annað komi til greina en að setja X við B. Nú er bara að sjá hvað setur í því sambandi.
Með þeim orðum segir Marri yfir og út.
Spakmælið: Ekki er gagn af gestagangi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.