GLEÐILEGT SUMAR**********

Sæl öll og til lukku á og með sumardaginn fyrsta! og vissulega allt framhaldið.  Við lukum veiðum þennan túrinn í gærkvöldi, fengum þá 200 tonn ++ og um miðnætti s.l. voru komin 600 frosin tonn í frystilestina, reiknum með að ljúka frystingu, ekki seinna en um miðnætti n.k.   Erum sem sagt á landleið og eigum eftir ca 160,  til Norðfjarðar, verðum þar í fyrramálið á vinnutíma vonandi!!  Sunnan 12 - 15 m/sek eru hjá okkur þessa stundina og smá veltingur sem er óheppilegur fyrir vinnsluna og förum við því hægar í bili. Reiknað er með að einn túr verði farin til viðbótar og svo er áætlað viðgerðastopp á Akureyri, ekki mjög lengi þó!! fréttaþurrð að sinni !!!

                                                                      Kv / Seán,

Vísan sú í gær var um Smjörvatnsheiði:          þessi er af öðrum toga!!

                                               Gróðinn fór í skálkaskjól

                                               skattinn til að flýja.

                                               Andskotinn þar á sér ból

                                               svo eflaust þar er hlýja!???       eftir Davíð þór og Kristínu Guðjónsd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað eru þið koma með mikið í bræslu nesk

Kristinn A. Sörensen Eiríksson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband