60°Nb og 6°40mín,V-lengd.

Sæl öll enn og aftur! hér gengur okkur flest í hag, aflabrögðin hæfileg fyrir vinnsluna og veður og sjólag hefur verið hagstætt, þó er stinningskaldi í dag og kvikutrítla  sem angrar okkur ekki að neinu marki, spáin eitthvað í svipaða veru næstu daga. Hífðum upp úr hádegi í dag 100 tonn og erum að draga núna, hífum væntanlega fyrir myrkur því lítið sem ekkert fæst yfir dimma tíman. Í frystilestina eru komin ca 470 tonn  svo ef gengur sem horfir gætum við landað  síðdegis á föstudag! en nokkur atriði geta tekið  aðra stefnu þangað til!!? . Aðeins úr boltanum nú er man-utd talið af sumum, besta lið í heimi!!! komið í annað sætið á eftir Everton,  ef til vill ná þeir að halda haus þar um tíma??? en ekki er á vísan að sparka þar frekar en að róa til fiskjar frá Íslandi, Vonandi að Grétar Mar ( sem vill taka kvótan af útgerðum landsins ) snúi sér að því að veiða murtu í litlu vatni þegar hann hættir á þinginu innan skamms, bara grunnu!!!!! svo hann geti vaðið um það!!! 

                                                            Kv / Seán.

Sums staðaradrýpur smjör af hverju strái !?  ekki þó alsstaðar eins og eftirfarandi ber með sér,

eftir  Steindór Steindórsson frá Hlöðum.

                                               Enn sá heiðarandskoti!

                                               ekkert strá né kvikindi, 

                                               hundrað milljón helvíti

                                               af hnullungum og stórgrýti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband