Milli Færeyja og Skotlands

Blessuð og sæl gott fólk, engar fréttir eru stundum sagðar góðar fréttir!? Af okkur er allt gott að frétta, fórum frá Neskaupstað síðdegis þann 16 apríl, í logni og sléttum sjó og hefur það haldist síðan, rjómablíða en  sólarlítið. fengum fljótlega 140 tonn og svo aftur 180  t í gærkvöldi, og telst okkur til að frosin séu 200 tonn ++ búið að færa upp í miðjuop við  lyftuna sem flytur frystivöruna niður í lest. Smá hremmingar á herðum vélalliðsins í gær, þá brotnaði eitt stk vökvamótor við BB togvinduna  og tóku þeir 4 tíma í að skipta honum út fyrir nýjan, togað með bremsur á spilunum á meðan og gekk eins og í sögu.  Svo kom gæslan um borð í dag og áttu tal við mennina í brúnni um ýmis mál, m.a. fluttu þeir þær fregnir að á rússnesku skipunum, sem allmörg eru hér, væru í flestum tilfellum kvenkokkar, ég held að koksi okkar vilji halda starfinu en gæti sætt sig við aðstoðar-!!!??

                                                      Kv / Seán

Vinur er sá sem stendur líka með þér þegar þú gerir vitleysur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband