Rockall-bræla..
26.3.2009 | 10:02
Sælt veri fólkið.
Vorum komnir á miðin á fyrra fallinu og köstuðum trollinu rétt eftir hádegi í gær. Dregið fram að kvöldmat, en þá var farið að blása á karlanna og var þá veiðarfærið tekið innfyrir, afraksturinn um 130 m3. Ágætis skammtur til að hefja vinnslu. Spáð er áframhaldandi brælu a.m.k. fram á morgun.
Annars allt gott að frétta af körlunum, vinnslan fór ágætlega af stað, aðeins smá hnökrar í frystilestinni. Ekkert sem hinir indælu vélstjórar gátu ekki leyst.
Gullkorn dagsins er:"Þú getur hlaupið frá öllu, sem þú vilt, nema samvisku sjálfs þíns."
Múffi kveður og segir yfir og út.
Athugasemdir
hæ stákar...... ætla að kasta kveðju á sætasta velstjóran um borð :-) gaman að heyra í þér í gær :-) p.s bið að heilsa kokkinum .....
rakel (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.