Enn blæs hann Kári** 15-20 m/sek

Sæl öll enn og aftur * fiskifréttir eru ekki margbrotnar þessa dagana, og veiðifréttir í gær og dag engar,  bræla í gær og bendir allt til þess að m/sek haldist 15 -20 út þennan sólarhring einnig, lukum vinnslu í gærmorgun  hráefnið orðið lélegt fyrir svokallaða manneldisvöru. Ölduhæð með þessum blæstri Kára er líkast til 8-10m, en skipið fer vel með sig og flestir duglegir að sitja og flatmaga! líka vakandi!!**Vélstjórarnir eru að vísu aldrei til friðs!!! finna sér alltaf eitthvað til að lagfæra, yrði  lítill afrakstur ef þeirra nyti ekki við,* að öðrum ólöstuðum** öllum hinum snillingunum í dekkvinnu og skipulagi á knattspyrnuliðum.*** 400 tonn eru frosin í lestinni og skortir um 300 tonn þar á til að ljúka frystingu, eitthvað verður af hráefni til bræðslu, svona til að G-þór verði ekki vondur á svip.

Læt þetta gott heita að sinni.

                                                Kv / Seán

Það er verst með hyggindin, sem maður öðlast með aldrinum, hvað lítill tími er til að nota þau.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband