Loðnuvertíð hófst varla!! en tók fljótt af!!

Sælt veri fólkið** Ekki  ætlar  Steingrímur Al-RÁðherra að vera svo útsjónarsamur að leyfa 50 þúsund tonn af loðnu í þetta sinn! Hefði ekki verið svo galið að láta Japsana hafa hrogna-fjörefni með hvalnum í ár** Kanske fá þeir allan pakkan með hvalnum sem étur jú loðnu ómælt!  En núna snýst allt um að lokka Davíð úr seðlabankanum, aðrar veiðar komast víst ekki að á meðan??            

Við tókum troll á Eskifirði í morgun og létum svo í haf, stefnan nálægt suðri og áfangastaður um það bil 700 sjómílur undan. Vestur af Írlandi utan 200 sm lögsögu þeirra, líkast til ekki snjókoma þar núna. Frétst hefur af ágætri kolmunnaveiði þar síðustu daga, verður vonandi enn  svo , þegar okkur ber að!!   Fengum  25 m/sek lens fyrstu tímana úr höfn og fór vel á því og gerir enn, eitthvað hægari núna.  Læt þetta gott heita að sinni, Liverpool vann víst í kvöld! góðir í bland***

                                                          Kv / Seán

Málamiðlun er listin að skipta kökunni þannig að allir telji sig hafa fengið stærstu sneiðina**


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Áhöfnin á Hákon EA-148

Gangi ykkur vel suður í höfum, takk fyrir fréttirnar.

Bkv. Hilmar

Áhöfnin á Hákon EA-148, 26.2.2009 kl. 10:20

2 identicon

gangi ykkur vel að veiða kolmuna og vonadi kemur þú pabbi bráðum heim kveðja Steinar Adolf og Pétur Þór og Auður Sif =)

Steinar Adolf (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband